Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2023, miðvikudagurinn, 20. september, var haldinn 36. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í bókasafninu í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Guðný Maja Riba, Andrés Skúlason, Björn Ingi Björnsson Ellen Ellertsdóttir og Herdís Björnsdóttir. Fundinn sátu einnig Trausti Jónsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf, dags. 20. september 2023 um að borgarstjórn hafi á fundi sínum 19. september 2023, samþykkt að Andrés Skúlason taki sæti varamanns í stað Elínar Bjarkar Jónsdóttur. MSS22060057
Fylgigögn
-
Fram fer umræða umræða um skipulagsmál í Grafarholti og Úlfarsárdal. MSS23090077
-
Fram fer kynning á undirbúningi útgáfu Hverfisblaðsins 113. MSS22090034
Geir Guðsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 29. júní 2023, við erindi íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um starfsemi fyrirtækja sem skipuleggja fjórhjólaferðir fyrir ofan Úlfarsárdalshverfið, dags. 26. júní 2023. MSS23090067
Fylgigögn
-
Lagt fram mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 15. ágúst 2023, um kosningar í Hverfið mitt 2023. MSS22020075
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að fundadagatali íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals – haust 2023. MSS22080127
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
Fundi slitið kl. 17:56
Guðný Maja Riba Andrés Skúlason
Herdís Björnsdóttir Björn Ingi Björnsson
Ellen Ellertsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals 20. september 2023