Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 35

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2023, miðvikudagurinn, 21. júní, var haldinn 35. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Menningarmiðstöðinni í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.31. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stefán Pálsson, Björn Ingi Björnsson, Ellen Ellertsdóttir, Helgi Áss Grétarsson, Heiða Björk Júlíusdóttir og Sabine Leskopf. Fundinn sátu einnig Trausti Jónsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um framtíð skóla- og frístundamála í hverfinu. SFS22040092

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals lýsir ánægju sinni með boðaðar tillögur í skóla- og frístundaráði þess efnis að skólafyrirkomulag í hverfinu fái að standa að mestu óraskað næstu fimm árin hið minnsta. Með þessu er brugðist við skýrum vilja íbúa hverfisins sem meðal annars hefur komið fram á foreldrafundum og í fyrri samþykkt íbúaráðsins. Það er gleðilegt þegar hlustað er með þessum hætti á fólkið í nærsamfélaginu.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. júní 2023, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi breyttu deiliskipulagi vegna Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði. USK23040070

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. júní 2023, tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna Lambhagavegar 33. USK23030121

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram tillögur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, ódags., vegna fjárfestinga- og viðhaldsáætlunar Reykjavíkurborgar 2024-2028. MSS23040215

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034.

  6. Fram fer umræða um slæman frágang á hálfbyggðum lóðum í hverfinu.

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið er ósátt við ástand allnokkurra hálfkláraðra byggingarlóða í hverfinu. Þær eru til lýti, skapa slysahættu og eru almennt til ama. Ráðið æskir þess að fá á næsta fund sinn þar til bæran aðila frá Reykjavíkurborg sem getur varpað ljósi á stöðu mála er varðar byggingarskilmála og fleira.  

     

  7. Fram fer umræða um óánægju íbúa við Skyggnisbraut vegna hávaðamengunar og slysahættu vegna umferðar fjórhjóla á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. 

    Samþykkt að fela formanni að senda Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og eftir atvikum öðrum opinberum aðilum erindi vegna málsins.

Fundi slitið kl. 17:56

Stefán Pálsson Sabine Leskopf

Helgi Áss Grétarsson Björn Ingi Björnsson

Ellen Ellertsdóttir Heiða Björk Júlíusdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
FG_21.6.2023