Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2023, mánudaginn, 15. maí, var haldinn 34. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Menningarmiðstöðinni í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stefán Pálsson, Sara Björg Sigurðardóttir, Björn Ingi Björnsson, Marta Guðjónsdóttir og Ellen Ellertsdóttir.
Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 27. apríl 2023, um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlunum 2024-2028 ásamt fylgiskjölum. MSS23040215
Samþykkt að fela formanni að skila tillögum íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, um fjárfestinga og viðhaldsáætlun 2024-2028 fyrir 31. maí n.k.
Fylgigögn
- Bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu - Aðkoma íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlunum 2024-2028
- Fylgiskjal - Eyðublað fyrir tillögugerð íbúaráða
- Fylgiskjal - Eyðublað vegna jafnréttisskimunar
- Fylgiskjal - Fjárfestingaáætlun 2023-2027
- Fylgiskjal - Yfirlit yfir framkvæmdar- og viðhaldsverkefni í hverfinu
- Fylgiskjal - Leiðbeiningar fyrir íbúaráð vegna jafnréttisskimunar
- Fylgiskjal - Áætlun um malbiksframkvæmdir
- Fylgiskjal - Áætlun um malbiksframkvæmdir
- Fylgiskjal - Áætlun um malbiksframkvæmdir
- Fylgiskjal - Áætlun um malbiksframkvæmdir
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals:
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur til þess að gerð verði gangskör í að bæta götulýsingu í hverfinu í Úlfarsárdal. Víða virðist ekki hafa verið lokið að ganga frá tengingu og fullnaðarfrágangi ljósastaura með skapar óöryggi og er til lýta. Málið þolir enga bið. MSS23050092
Vísað til meðferðar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019.
Samþykkt að veita Lindu Ólafsdóttur styrk að upphæð 140.000 kr. fyrir verkefnið Sögustund á gönguskónum.
Samþykkt að veita Margréti Aðalheiði Blængsdóttur styrk að upphæð 100.000 kr. fyrir verkefnið Vorhátíð Sæmundarskóla.
Samþykkt að veita Bjarna Lárusi Hall styrk að upphæð 75.000 kr. fyrir verkefnið Spil/tónleikar fyrir eldriborgara Reykjavíkur – Grafarholt og Úlfarsárdalur.
Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
Marta Guðjónsdóttir víkur af fundinum undir afgreiðslu á styrkumsókn fyrir verkefnið Karnival í hverfunum.Ellen Ellertsdóttir víkur af fundinum undir afgreiðslu á styrkumsókn fyrir verkefnið Vorhátíð Sæmundarskóla.
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Lögð fram greinargerð Götubita, ódags. vegna verkefnisins Götubiti á Hjólum.
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar. -
Lögð fram greinargerð Götubita, ódags. vegna verkefnisins Götubiti á jólum.
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar. -
Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Sæmundarskóla dags.1. febrúar 2023, vegna verkefnisins Litlu Jól Sæmundarskóla
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 17.56
Stefán Pálsson Sara Björg Sigurðardóttir
Björn Ingi Björnsson Marta Guðjónsdóttir
Ellen Ellertsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 15. maí 2023