Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 31

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2023, miðvikudagurinn, 15. febrúar, var haldinn 31. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Menningarmiðstöðinni í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.00. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Guðný Maja Riba, Björn Ingi Björnsson, Ellen Ellertsdóttir, Heiða Björk Júlíusdóttir, Herdís Björnsdóttir og Stefán Pálsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson. Aðrir gestir voru um 70.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 13. desember 2022, um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags 6. janúar 2023, um breytingar á fjármagni í hverfissjóði. MSS22040019

    Fylgigögn

  3. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals– vor 2023. MSS22080127

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  5. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 7. febrúar 2023 með beiðni um umsögn ásamt skýrslu starfshóps um framtíð skóla- og frístundastarfs við Ingunnar-, Dals-, og Sæmundarskóla. SFS22040092

    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest. 

    Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer kosning varaformanns í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals. MSS22080242

    Samþykkt að Stefán Pálsson verði varaformaður ráðsins.

  7. Lögð fram greinargerð Daníels Sigríðarsonar, dags. 12. nóvember 2022, vegna verkefnisins Vinnustofa í blöðrudýragerð. MSS22040019

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

Fundi slitið kl. 18:02

Guðný Maja Riba Stefán Pálsson

Herdís Björnsdóttir Björn Ingi Björnsson

Ellen Ellertsdóttir Heiða Björk Júlíusdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 15. febrúar 2023