Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 30

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2022, miðvikudaginn 14. desember var haldinn 30. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn fór fram í Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.00. Viðstaddir voru: Stefán Pálsson, Herdís Björnsdóttir, Sara Björg Sigurðardóttir, Björn Ingi Björnsson , Ellen Ellertsdóttir og Heiða Björk Júlíusdóttir. Fundinn sátu einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er til að Stefán Pálsson gegni störfum formanns íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals á fundinum í fjarveru formanns með vísan til 2. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. MSS22090031
    Samþykkt.

  2. Fram fer kynning á starfsemi Fram í Úlfarsárdal. MSS22090034

    Þór Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  3. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 16. nóvember 2022 um skort á stígum eða gangstétt við Úlfarsbraut og að Reynisvatnsási. MSS22110146

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsársdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals beinir því til Samgöngustjóra að leggja mat á hvort tilefni sé til að bæta úr aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda á veginum frá Úlfarsbraut við íþróttahús og að Reynisvatnsási.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram svar við fyrirspurn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um merkingar á gatnamótum Urðarbrunns og Úlfarsbrautar, sbr. 10. liður fundargerðar ráðsins frá 16. nóvember 2022. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  6. Fram fer umræða um jólaskreytingar í hverfinu

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsársdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals lýsir ánægju með jólatréð sem sett var upp á mótum Lambhagavegs og Mímisbrunns. Hafa íbúar gert góðan róm af tré þessu sem er hverfisprýði.

  7. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019

    Samþykkt að veita Tónlistarfélagi Árbæjar styrk að upphæð kr. 280.000,- vegna verkefnisins Ókeypis námskeið og lagasmíðamót fyrir unga lagahöfunda. 
    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Sæmundarskóa styrk að upphæð kr. 70.000,- vegna verkefnisins Litlu jól Sæmundarskóla. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 17:18

Stefán Pálsson Sara Björg Sigurðardóttir

Herdís Björnsdóttir Björn Ingi Björnsson

Ellen Ellertsdóttir Heiða Björk Júlíusdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 14. desember 2022