Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 3

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2020, mánudaginn 20. janúar, var haldinn 3. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var opinn, haldinn í húsnæði Dalskóla og hófst kl. 17.05. Fundinn sátu Freyr Gústavsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Björn Ingi Björnsson, Sigrún Guðjohnsen og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf um val á slembivöldum fulltrúum í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals. Slembivalinn aðalmaður er Eyjólfur Eyjólfsson og slembivalinn varamaður er Rut Vilhjálmsdóttir.

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdal leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals býður Eyjólf velkominn til starfa.

  2. Fram fer kynning á skólastarfi í Dalskóla. 

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals þakkar kynningu á starfi Dalskóla. 

    Helena Katrín Hjaltadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Fram fer umræða um úthlutaðar en óbyggðar lóðir í hverfinu.

  4. Fram fer kynning á innleiðingu íbúaráða. 

    Dóra Björt Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 18:46 Sigríður Arndís Jóhannsdóttir víkur af fundi.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. 
    Listi yfir hagsmunaaðila lagður fram og samþykktur.

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  7. Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdal leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals óskar eftir upplýsingum um fjölda úthlutaðra en óbyggðra lóða í borgarhlutanum. Þá óskar ráðið eftir upplýsingum um reglur um takmarkanir á uppbyggingartíma og undanþágum sem kunna að hafa verið veittar frá þeim reglum. Eins óskar ráðið sérstaklega eftir upplýsingum um stöðu uppbyggingar á tilteknum lóðum eftir ábendingar frá íbúum.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 19:05

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_nr_3.pdf