Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 29

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2022, miðvikudaginn 16. nóvember var haldinn 29. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn fór fram í Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.02. Viðstaddir voru: Stefán Pálsson, Herdís Björnsdóttir, Sara Björg Sigurðardóttir, Björn Ingi Björnsson og Ellen Ellertsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er til að Stefán Pálsson gegni störfum formanns íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals á fundinum í fjarveru formanns með vísan til 2. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. MSS22090031

    Samþykkt.

  2. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í Grafarholti og Úlfarsárdal í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdal. Ellen Ellertsdóttir tekur sæti í ráðinu fyrir hönd foreldrafélaga og Gísli Valdórsson til vara. MSS22080029

    -    16.04 tekur Heiða Björk Júlíusdóttir sæti á fundinum.

  3. Fram fer kynning á menningarmiðstöðinni í Úlfarsárdal, sundlaug og bókasafni.

    Hrafn Þór Jörgensen, Unnar Geir Unnarsson og Helga Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 7. nóvember 2022 við fyrirspurn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um úthlutaðar en óbyggðar lóðir, sbr. 7. liður fundargerðar ráðsins frá 19. október 2022. MSS22100195

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf starfshóps um greiningu á tækifærum til haftengdrar upplifunar og útivistar fyrir almenning í Reykjavík dags. 12. október 2022 með beiðni um hugmyndir og framtíðarsýn um haftengda upplifun og útivist á strandlengjunni. USK22090017

    Fylgigögn

  6. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 18. október 2022 um umferðaröryggismál í Úlfarsárdal. MSS22110074

    Samþykkt að senda skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar til upplýsingar.

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið hefur umtalsverðar áhyggjur af öryggi við gönguþveranir við gatnamót Úlfarsbrautar og Urðarbrunns og fyrir framan Úlfarsbraut 26 og 28. óskar ráðið eftir að sterkari lýsing verði sett yfir þessar þveranir samhliða skoðaðar verið fleiri leiðir í þeim tilvikum sem grindverk við lóðamörk byrgja sýn.  Vill íbúaráðið vekja athygli á að gatnamótin inn i hverfið, við Lambahagaveg og Mímisbrunn eru áberandi á slysasjá Samgöngustofu og kallar íbúaráðið eftir viðbrögðum af hálfu skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar vegna þessa.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 24. október 2022 um gatnamót Úlfarsbrautar og Urðarbrunns. MSS22110074

    Samþykkt að senda skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar til upplýsingar.

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðinu barst fyrirspurn frá íbúa sem vildi fá svör við óvissu um rétt ökumanna við gatnamót Úlfarsbrautar og Urðarbrunns. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar eru gatnamótin ekki hringtorg í hefðbundnum skilningi. Eins og bent er réttilega á eru hvorki umferðarmerki um hringtorg, akstursstefnu eða biðskyldu eins og er á hefðbundnum hringtorgum. Gatnamótin eru útfærð svipað og lítið hringtorg til að fá fram lægri aksturshraða, en með óskilgreindum forgangi (þ.e. forgangur gagnvart þeim sem koma úr hægri). Þannig ber þeim sem ætla að beygja til vinstri að bíða eftir þeim sem koma frá hægri í gatnamótunum. Miðað við erindi íbúans er fyrirkomulag umræddra gatnamóta íbúum óljóst. Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar er hvött til að leita leiða til að búa svo um hnútana að öllum sé ljóst að þarna sé ekki um hringtorg að ræða.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019

    Afgreiðslu umsókna frestað.

    Fylgigögn

  10. Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Íbúaráðinu barst fyrirspurn frá íbúa sem vildi fá svör við óvissu um rétt ökumanna við gatnamót Úlfarsbrautar og Urðarbrunns. Óskað er eftir svörum frá skrifstofu samgöngustjóra um hvort og þá hvernig megi merkja gatnamótin betur með hliðsjón af því að ekki er um að ræða hringtorg þó það líti út fyrir að vera það? Kemur til greina að setja biðskyldumerki á gatnamótin þegar komið er úr Urðarbrunni til móts við Úlfarsbraut? MSS22110146

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar

Fundi slitið kl. 18:13

Stefán Pálsson Sara Björg Sigurðardóttir

Herdís Björnsdóttir Björn Ingi Björnsson

Ellen Ellertsdóttir Heiða Björk Júlíusdóttir