Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 28

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2022, miðvikudaginn 19. október var haldinn 28. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn fór fram í Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.02. Viðstaddir voru: Guðný Maja Riba, Marta Guðjónsdóttir, Stefán Pálsson, Björn Ingi Björnsson og Heiða Björk Júlíusdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram slembival í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals. Stefán Davíð Stefánsson tekur sæti slembivalins varamanns í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals. MSS22080029

  Fylgigögn

 2. Fram fer kynning á starfsemi Austurmiðstöðvar. MSS22100035

  Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf starfshóps um greiningu á tækifærum til haftengdrar upplifunar og útivistar fyrir almenning í Reykjavík dags. 12. október 2022 með beiðni um hugmyndir og framtíðarsýn um haftengda upplifun og útivist á strandlengjunni. USK22090017
  Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið móta athugasemdir ráðsins og senda fyrir tilskilinn frest 14. nóvember nk. 

  Fylgigögn

 4. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland – ábendingar í Grafarholti og Úlfarsárdal. MSS22020088 

 5. Fram fer umræða um bakhóp íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. MSS22020088

 6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

 7. Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Óskað er eftir upplýsingum um stöðu á úthlutuðum en óbyggðum lóðum í eldri hluta Úlfarsárdals. Hversu margar eru þær nú og hefur nýlega verið ýtt á lóðarhafa að hraða uppbyggingu? Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals hefur áður óskað eftir stöðu mála vegna þessa og fékk svar frá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara fyrir ári sbr. 3. liður fundargerðar ráðsins 18. október 2021. Nú er upplýsinga óskað um hvort staðan hafi breyst á undanförnu ári. MSS22100195

  Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. 

Fundi slitið kl. 17:49

Guðný Maja Riba Stefán Pálsson

Marta Guðjónsdóttir Björn Ingi Björnsson

Heiða Björk Júlíusdóttir