Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2022, miðvikudaginn 21. september var haldinn 27. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn fór fram í Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.01. Viðstaddir voru: Guðný Maja Riba, Marta Guðjónsdóttir, Stefán Pálsson, Björn Ingi Björnsson og Heiða Björk Júlíusdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar 9. júní 2022 um kosningu þriggja fulltrúa í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals og þriggja til vara. Guðný Maja Riba var kosinn formaður ráðsins. MSS22060057
Fylgigögn
-
Lagt fram slembival í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals. Heiða Björk Júlíusdóttir tekur sæti sem slembivalinn fulltrúi í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals. MSS22080029
Fylgigögn
-
Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals. Björn Ingi Björnsson tekur sæti í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals fyrir hönd íbúasamtaka og Þórir Jóhannsson til vara. MSS22080029
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. febrúar 2022 um samþykkt borgarráðs á tillögum stýrihóps um innleiðingu íbúaráða, ásamt fylgiskjölum. MSS21120181
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. september 2022, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu að breytingum á samþykkt fyrir íbúaráð, sbr. 3. liður fundargerðar borgarstjórnar 6. september. MSS22080241
-
Lagt fram til afgreiðslu fundadagatal íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. MSS22080127
Samþykkt með fyrirvara um að desemberfundur fari fram þann 14. desember.Fylgigögn
-
Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs dags. 15. ágúst 2022 við fyrirspurn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um skólahúsnæði í hverfinu. SFS22020050
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um Römpum upp Ísland – ábendingar í Grafarholti og Úlfarsárdal. MSS22020088
Samþykkt að formaður í samvinnu við ráðið leiði vinnu við að safna ábendingum og leggi fram á næsta fundi. -
Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 17. ágúst 2022 um umferðaröryggisaðgerðir 2022. USK22080011
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 12. september 2022 – Hugmyndasöfnun Hverfið mitt 2022-2023. MSS22020075
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um Borgin okkar 2022 – hverfin. MSS22040042
-
Fram fer umræða um Hverfissjóð Reykjavíkur. MSS22040019
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
Fundi slitið kl. 17:25
Guðný Maja Riba Stefán Pálsson
Marta Guðjónsdóttir Björn Ingi Björnsson
Heiða Björk Júlíusdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
27. Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 21. september 2022.pdf