Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 27

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2022, miðvikudaginn 21. september var haldinn 27. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn fór fram í Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.01. Viðstaddir voru: Guðný Maja Riba, Marta Guðjónsdóttir, Stefán Pálsson, Björn Ingi Björnsson og Heiða Björk Júlíusdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar 9. júní 2022 um kosningu þriggja fulltrúa í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals og þriggja til vara. Guðný Maja Riba var kosinn formaður ráðsins. MSS22060057

    Fylgigögn

  2. Lagt fram slembival í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals. Heiða Björk Júlíusdóttir tekur sæti sem slembivalinn fulltrúi í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals. MSS22080029

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals. Björn Ingi Björnsson tekur sæti í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals fyrir hönd íbúasamtaka og Þórir Jóhannsson til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. febrúar 2022 um samþykkt borgarráðs á tillögum stýrihóps um innleiðingu íbúaráða, ásamt fylgiskjölum. MSS21120181

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. september 2022, um samþykkt borgarstjórnar  á tillögu að breytingum á samþykkt fyrir íbúaráð, sbr. 3. liður fundargerðar borgarstjórnar 6. september. MSS22080241

  6. Lagt fram til afgreiðslu fundadagatal íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. MSS22080127
    Samþykkt með fyrirvara um að desemberfundur fari fram þann 14. desember. 

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs dags. 15. ágúst 2022 við fyrirspurn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um skólahúsnæði í hverfinu. SFS22020050

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland – ábendingar í Grafarholti og Úlfarsárdal. MSS22020088
    Samþykkt að formaður í samvinnu við ráðið leiði vinnu við að safna ábendingum og leggi fram á næsta fundi. 

  9. Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 17. ágúst 2022 um umferðaröryggisaðgerðir 2022. USK22080011

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 12. september 2022 – Hugmyndasöfnun Hverfið mitt 2022-2023. MSS22020075

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um Borgin okkar 2022 – hverfin. MSS22040042

  12. Fram fer umræða um Hverfissjóð Reykjavíkur. MSS22040019

    Fylgigögn

  13. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið kl. 17:25

Guðný Maja Riba Stefán Pálsson

Marta Guðjónsdóttir Björn Ingi Björnsson

Heiða Björk Júlíusdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
27. Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 21. september 2022.pdf