Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 26

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2022, mánudagur 16. maí var haldinn 26. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Viðstödd var Stefanía Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Björn Ingi Björnsson, Gísli Valdórsson og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. apríl 2022 um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjölum. 

    Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að vinna tillögur ráðsins og skila fyrir tilskilinn frest þann 29. maí nk. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  3. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóðs. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Daníel Sigríðarsyni styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Vinnustofa í blöðrudýragerð með því skilyrði að einn viðburður fari fram í Úlfarsárdal og einn í Grafarholti. 

    Samþykkt að veita Sirkus Ananas styrk að upphæð kr. 140.000,- vegna verkefnisins Sirkussýningin Mikilvæg mistök með því skilyrði að einn viðburður fari fram í Úlfarsárdal og einn í Grafarholti.

    Samþykkt að veita Knattspyrnufélaginu Fram styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Opnunarhátíð FRAM.

    Samþykkt að veita Knattspyrnufélaginu Fram styrk að upphæð kr. 210.000,- vegna verkefnisins Gróðursetning við Framvöll í Úlfarsárdal.

    Öðrum umsóknum hafnað.

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Borgin okkar 2022 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Fram styrk að upphæð kr. 450.000,- vegna verkefnisins Útilífsskóli og sumarskemmtun.

    Samþykkt að veita Handknattleiksdeildar FRAM styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna verkefnisins Frítt á fyrsta heimaleik handknattleiksdeildar FRAM upp í Úlfarsárdal fyrir veitingum og tónlistaratriðum.

    Samþykkt að veita Íbúasamtökum Úlfarsárdals styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Tiltekt og vorhátíð.

    Samþykkt að veita Jónu Hildi Bjarnadóttur styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Utanvegahlaup á Hólmsheiði.

    Samþykkt að veita Knattspyrnudeild Fram styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Fyrsti heimaleikur Fram í Úlfarsárdal.

    Samþykkt að veita Knattspyrnufélaginu Fram styrk að upphæð kr. 90.000,- vegna verkefnisins Gróðursetning við Framvöll í Úlfarsárdal.

    Öðrum umsóknum hafnað.

    -    Fulltrúi íbúasamtaka víkur af fundi við afgreiðslu umsóknar Íbúasamtaka Úlfarsárdals.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:54