Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 25

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2022, mánudagur 25. apríl var haldinn 25. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Stefanía Sigurðardóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Björn Ingi Björnsson, Gísli Valdórsson og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Dalslaug og húsnæði hverfismiðstöðvar í Úlfarsárdal.

    Hrafn Þór Jörgensson og Helga Friðriksdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. apríl 2022 um bókun íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um staðsetningu bensíndæla í hverfinu. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á uppbyggingu verslunar, þjónustu og íbúðahúsnæðis við Jarpstjörn Skyggnisbraut og Rökkvatjörn. 

    Ævar Rafn Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    - 17.25 tekur Trausti Jónsson frá þjónustumiðstöð Austur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. mars 2022 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Reynisvatnsás. MSS22030077

    Fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fulltrúi foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

    Íbúasamtökin í Úlfarsárdal hafnar tillögu á breytingu á skilmálum deiliskipulagsins „Reynisvatnsás, íbúðarhverfi, deiliskipulag“. Þessi breytingalýsing að leyfa skorsteina og loftnet upp fyrir tilgreinda hámarkshæð er of opin. Þarna er verið að opna fyrir að stórir steyptir skorsteinar og gervihnattadiskar get skyggt á útsýni á flottum útsýnislóðum.  Hefðbundið loftnet og 30-40 cm þykkt reykrör myndi teljast innan marka. Eitthvað stærra en það þyrfti að fara í grenndarkynningu. Það er engin ástæða til að breyta þessu því hverfið er nánast fullbyggt.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á hreinsun gatna og gönguleiða í borgarhlutanum. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um tillögu borgarstjóra dags. 5. apríl 2022 – Borgin okkar 2022. 

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  8. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóðs. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Götubitanum ehf. styrk að upphæð kr. 500.000 vegna verkefnisins Götubitinn ferðast um hverfin – „Hverfahátíð á hjólum“ að því gefnu að viðburðurinn fari fram í hverfinu.  

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:15

PDF útgáfa fundargerðar
25._fundargerd_ibuarads_grafarholts_og_ulfarsardals_fra_25._april_2022.pdf