Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 24

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2022, mánudagur 21. mars var haldinn 24. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Viðstaddur voru eftirtaldir fulltrúar: Eyjólfur Eyjólfsson. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Stefanía Sigurðardóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Björn Ingi Björnsson og Gísli Valdórsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson.   

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á leiðakerfi Strætó bs. í hverfinu og framtíðarhorfum.

    Sólrún Svava Skúladóttir og Valgerður Gréta Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    17.28 víkur Gísli Valdórsson af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði.  

  2. Fram fer umræða um staðsetningu bensíndælu í Grafarholti og Úlfarsárdal.

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Grafarholts- og Úlfarsársdals fagnar því að færa skuli bensíndælu við Atlantsolíu frá Ingunnarskóla en beinir því til skipulags- og samgönguráðs að endurhugsa fyrirhugaðan flutning Atlantsolíu frá Kristnibraut á bílastæði við Þjóðhildarstíg með það fyrir augum að finna Atlantsolíu nýjan stað t.a.m. á Vínlandsleið. Ljóst er að bílastæðið annar varla þeirri umferð sem er þar í dag og væri því ekki ráðlegt að bæta bensínstöð þar við. Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals lýsa sig reiðubúna til samtals við borgaryfirvöld um nánari útfærslu. 

  3. Fram fer umræða um umhverfi og aðgengi að Reynisvatni.

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  5. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Greinargerð – Skátasamband Reykjavíkur/Pop up leikvöllur. 

  6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Sumarborgar. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að verða við beiðni Skátasambands Reykjavíkur um frestun á framkvæmd verkefnisins Skátafjör við Hafravatn. 

Fundi slitið klukkan 18:02

PDF útgáfa fundargerðar
24._fundargerd_ibuarads_grafarholts_og_ulfarsardals_fra_21._mars_2022.pdf