Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2022, mánudagur 21. mars var haldinn 24. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Viðstaddur voru eftirtaldir fulltrúar: Eyjólfur Eyjólfsson. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Stefanía Sigurðardóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Björn Ingi Björnsson og Gísli Valdórsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á leiðakerfi Strætó bs. í hverfinu og framtíðarhorfum.
Sólrún Svava Skúladóttir og Valgerður Gréta Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
17.28 víkur Gísli Valdórsson af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði.
-
Fram fer umræða um staðsetningu bensíndælu í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarholts- og Úlfarsársdals fagnar því að færa skuli bensíndælu við Atlantsolíu frá Ingunnarskóla en beinir því til skipulags- og samgönguráðs að endurhugsa fyrirhugaðan flutning Atlantsolíu frá Kristnibraut á bílastæði við Þjóðhildarstíg með það fyrir augum að finna Atlantsolíu nýjan stað t.a.m. á Vínlandsleið. Ljóst er að bílastæðið annar varla þeirri umferð sem er þar í dag og væri því ekki ráðlegt að bæta bensínstöð þar við. Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals lýsa sig reiðubúna til samtals við borgaryfirvöld um nánari útfærslu.
-
Fram fer umræða um umhverfi og aðgengi að Reynisvatni.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður.
a) Greinargerð – Skátasamband Reykjavíkur/Pop up leikvöllur.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Sumarborgar. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að verða við beiðni Skátasambands Reykjavíkur um frestun á framkvæmd verkefnisins Skátafjör við Hafravatn.
Fundi slitið klukkan 18:02
PDF útgáfa fundargerðar
24._fundargerd_ibuarads_grafarholts_og_ulfarsardals_fra_21._mars_2022.pdf