Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2022, miðvikudaginn 23. febrúar var haldinn 23. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.01. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Stefanía Sigurðardóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Björn Ingi Björnsson, Gísli Valdórsson og Rut Vilhjálmsdóttir. Fundinn sat einnig Eiríkur Búi Halldórsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson og Ingibjörg Þ Sigurþórsdóttir sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á leikskólamálum í hverfinu.
Skúli Helgason og og Ólafur Brynjar Bjarkason taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um hugmyndir um uppbyggingu á verslunarhúsnæði við Bauhaus.
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. febrúar 2022 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Guðríðarstíg
Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal Grafarholts og Úlfarsárdals.
SamþykktFylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 16. febrúar vegna draga að endurskoðaðri þjónustustefnu Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
Fundi slitið klukkan 17:02
PDF útgáfa fundargerðar
23._fundargerd_ibuarads_grafarholts_og_ulfarsardals_fra_23._februar_2022.pdf