Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 22

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2022, mánudaginn 17. janúar var haldinn 22. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn fór fram með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Stefanía Sigurðardóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Þór Elís Pálsson, Björn Ingi Björnsson, Gísli Valdórsson og Rut Vilhjálmsdóttir. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði þau Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir.           

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í Grafarholti og Úlfarsárdal. Björn Ingi Björnsson tekur sæti í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdal í stað Þóris Jóhannssonar sem verður varamaður í ráðinu. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á verkhönnun verkefna í Hverfið mitt í Grafarholti og Úlfarsárdal.

    Bragi Bergsson og Eiríkur Búi Halldórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  3. Fram fer kynning á leikskólamálum í borgarhlutanum. 
    Frestað. 

  4. Fram fer umræða hugmyndir um uppbyggingu á verslunarhúsnæði við Bauhaus.

    Þórir Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  5. Fram fer kynning á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar í borgarhlutanum.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 18:02

PDF útgáfa fundargerðar
22._fundargerd_ibuarads_grafarholts_og_ulfarsardals_fra_17._januar_2022.pdf