Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2021, mánudaginn 20. desember var haldinn 21. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn fór fram með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Valgerður Sigurðardóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Freyr Gústavsson, Þórir Jóhannsson, Gísli Valdórsson og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði þau Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. nóvember 2021 þar sem tilkynnist að borgarstjórn hafi á fundi sínum 16. nóvember 2021, samþykkt að Stefanía Sigurðardóttir taki sæti í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals í stað Freys Gústavssonar sem tekur sæti varamanns í ráðinu í stað Garðars Sævarssonar. Jafnframt var lagt til að Stefánía verði formaður ráðsins.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals þakkar Frey Gústavssyni fyrir gott starf sem formanni íbúaráðsins og óskar Stefaníu Sigurðardóttur velfarnaðar í starfi sínu sem formaður ráðsins.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á nýju menningarhúsi í Úlfarsárdal.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals fagnar opnun á nýrri og glæsilegri menningarmiðstöðvar í Úlfarsárdal. Íbúaráðið vill hvetja alla borgarbúa til þess að koma í heimsókn í dalinn og skoða þetta glæsilega mannvirki.
Unnar Geir Unnarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. nóvember 2021 vegna niðurstaðna í Hverfið mitt.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða hugmyndir um uppbyggingu á verslunarhúsnæði við Bauhaus.
Fulltrúa íbúasamtaka í samráði við ráðið falið að setja könnun á Facebooksíður hverfisins þar sem vilji íbúa til málsins er kannaður. -
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. nóvember 2021 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi, Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur.
Fylgigögn
-
Lagt fram skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 7. desember 2021 með umsagnarbeiðni um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Fram fer umræða um jólatré í hverfishlutanum.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Óskað er eftir því að jólaskreytingar í hverfinu séu með hefðbundnari hætti en nú er. Hugsa mætti sér að skreyta frekar grenitré sem eru í námunda við núverandi jólaskreytingar. Þessar ábendingar eru í samræmi við ítrekaðar ábendingar íbúa.
-
Fram fer umræða um leikskólamál í hverfinu.
Samþykkt að taka leikskólamál í hverfinu til frekari umræðu á janúarfundi ráðsins. -
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Handknattleiksdeild Fram styrk að upphæð kr. 250.000-, vegna verkefnisins endurnýjun á áhöldum og æfingabúnaði.
Samþykkt að veita Handknattleiksdeild Fram styrk að upphæð kr. 250.000-, vegna verkefnisins Afrekslína FRAM.
Samþykkt að veita Knattspyrnufélaginu Fram styrk að upphæð kr. 225.000-, vegna verkefnisins Myndbandagerð fyrir nýtt húsnæði FRAM.
Samþykkt að veita Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Fram styrk að upphæð kr. 250.000-, vegna verkefnisins Efling kvennaknattspyrnu í Grafarholti- og Úlfarsárdal.
Samþykkt að veita Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Fram styrk að upphæð kr. 250.000-, vegna verkefnisins Búnaðarkaup fyrir barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fram.
Samþykkt að veita Íbúasamtökum Grafarholts rekstrarstyrk að upphæð kr. 100.000-,.
Samþykkt að veita Íbúasamtökum Úlfarsárdals rekstrarstyrk að upphæð kr. 100.000-,.Öðrum umsóknum hafnað.
- Þórir Jóhannsson víkur af fundi við afgreiðslu umsóknar íbúasamtaka.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 18:10
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_-2012.pdf