Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2019, mánudaginn 16. desember, var haldinn 2. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var opinn, haldinn í húsnæði Sæmundarskóla og hófst kl. 17.05. Fundinn sátu Freyr Gústavsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Björn Ingi Björnsson og Sigrún Guðjohnsen. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á hugmyndum að breytingum á leiðakerfi strætó og áhrifum þeirra á þjónustu í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur áherslu á að nýtt leiðanet Strætó tryggi íbúum borgarhlutans góðar og örar tengingar við Egilshöll, Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Heilsugæslu sem og við fyrirhugaðar stöðvar Borgarlínu, s.s. við Keldur. Mikill fjöldi barna og ungmenna í Grafarholti og Úlfarsárdal stundar íþróttastarf í Egilshöll og þjónustar Ungmennafélagið Fjölnir hverfið í mörgum íþróttagreinum. Ráðið telur æskilegt að leið J aki um Grafarholt og Úlfarsárdal í stað þess að aka um Reynisvatnsveg eingöngu. Þá er lagt til að sú leið aki um Hálsabraut í stað Bitruháls á leið sinni í vesturátt til að tryggja íbúum góða tengingu við þjónustumiðstöð og heilsugæslu. Ráðið leggur til að Strætó aki nær Egilshöll en gert er ráð fyrir í núverandi tillögu og að ekki sé ekið um Ártúnsholt.
Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Skúladóttir frá Strætó bs. tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals.
Frestað.Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð óskar eftir leiðsögn stýrihóps um val á tilnefningaraðilum í bakhóp hverfisins.
-
Fram fer kynning á skólastarfi í Sæmundarskóla.
Guðjóna Eygló Friðriksdóttir skólastjóri í Sæmundarskóla tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í forvarnarsjóð.
Samþykkt að veita verkefninu Hjólabrettafjör styrk að upphæð kr. 400.000,- vegna námsgagna, búnaðar og kynningar.
Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð.
Samþykkt að veita Íbúasamtökum Úlfarsárdals rekstrarstyrk að upphæð kr. 80.000,-. Samþykkt að veita Íbúasamtökum Úlfarsárdals styrk að upphæð kr. 199.225,- vegna tiltektar og vorhátíðar í Úlfarsárdal og Reynisvatnsás.
Samþykkt að veita Íbúasamtökum Grafarholts rekstrarstyrk að upphæð kr. 100.000.-.
Samþykkt að veita Íbúasamtökum Grafarholts styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna Þrettándabrennu.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 19:06
PDF útgáfa fundargerðar
fg_16.12.2019.pdf