Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 19

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2021, mánudaginn 18. október var haldinn 19. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.00. Fundinn sat Valgerður Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Garðar Sævarsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Þórir Jóhannsson Gísli Valdórsson og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.        

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á stjórnkerfis- og skipulagsbreytingum á velferðarsviði – sameiningu þjónustumiðstöðva.

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir góða kynningu. 

    Trausti Jónsson frá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og Atli Steinn Árnason frá frístundamiðstöðinni Gufunesbæ taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á áformum um sameiningu á yfirstjórnum frístundamiðstöðvanna Ársels og Gufunesbæjar. 

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir góða kynningu. Mikilvægt er að ekki verði breyting á útivistarsvæði Gufunesbæjar og það fái áfram að þróast.  

    Trausti Jónsson frá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og Atli Steinn Árnason frá frístundamiðstöðinni Gufunesbæ taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar og borgarritara dags. 29. september 2021 við fyrirspurn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um óbyggðar en úthlutaðar lóðir, sbr. 10. liður fundargerðar ráðsins frá 20. september 2021. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um uppbyggingu á verslunarhúsnæði við Bauhaus.
    Samþykkt að fela fulltrúa íbúasamtaka að kanna hug íbúa til hugmynda um verslunarhúsnæði á lóð Bauhaus á Facebooksíðu íbúasamtaka.  

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  6. Lögð fram umsókn í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Samþykkt að veita Götubita ehf. styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Götubiti á jólum!

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:58

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_-1810.pdf