Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 18

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2021, mánudaginn 20. september var haldinn 18. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Freyr Gústavsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Þórir Jóhannsson Gísli Valdórsson og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.          

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi foreldrafélaga grunnskóla í hverfinu og samtal fulltrúa þeirra og ráðsins. 

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið þakkar fyrir ánægjulegt samtal við fulltrúa foreldrafélaga í hverfinu. Við fögnum framtaki um foreldrarölt um hverfið.

    Ellen Ellertsdóttir frá Foreldrafélagi Sæmundarskóla og Hildur Seljan frá Foreldrafélagi Dalsskóla taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    -    17.06 tekur Þór Elís Pálsson sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

  2. Fram fer umræða um Forvarnarsjóð Reykjavíkurborgar en frestur til að skila umsóknum rennur út 30. september næstkomandi.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 2. september 2021 vegna kosninga í Hverfið mitt sem fram fara 30. september til 14. október næstkomandi.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar og borgarritara dags. 7. september 2021 við fyrirspurn fulltrúa íbúasamtaka um matvöruverslanir í hverfinu, sbr. 7. liður fundargerðar ráðsins frá 16. ágúst 2021. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  6. Fram fer umræða um ástand stíga við Reynisvatn. 

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð beinir því til borgaryfirvalda að huga að viðhaldi á göngustígum í kringum Reynisvatn við fyrsta tækifæri. Göngustígurinn, sem er fjölfarinn og nýttur allan ársins hring, er illa farinn og viðhald á honum er nauðsynlegt. Reynisvatn er ein af náttúruperlum Grafarholts og mikilvægt íbúar eigi kost á því að njóta þess svæðis sem þar er í boði.

    -    17.57 Gísli Valdórsson víkur af fundi. 

  7. Fram fer umræða um Borgin okkar 2021 – hverfin en opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til 4. október næstkomandi

    Fylgigögn

  8. Lagðar fram greinargerðir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Glappakast sirkussýning/Sirkus Ananas. 
    b) Vinnustofa í blöðrudýragerð/Daníel Sigríðarson.

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Dalskóla styrk að upphæð kr. 25.000,- vegna verkefnisins Endurskinsvesti fyrir foreldrarölt. 

    Fylgigögn

  10. Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Íbúaráðið óskar eftir upplýsingum um stöðu á úthlutuðum en óbyggðum lóðum í eldri hluta Úlfarsárdals. Hversu margar þær eru og hvort borgaryfirvöld hafi ýtt við lóðarhöfum á árinu? Ef svo er ekki, hvort til standi til að gera það svo hægt sé að klára uppbyggingu hverfisins? 

Fundi slitið klukkan 18:15

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_2009.pdf