Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 17

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2021, mánudaginn 16. ágúst var haldinn 17. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Freyr Gústavsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Þórir Jóhannsson Gísli Valdórsson og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.           

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. ágúst 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 7. júlí 2021 vegna draga að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.
    Samþykkt að fela formanni að leiða vinnu við tilraun til að móta sameiginlega umsögn ráðsins og skila fyrir tilskilinn frest þann 23. ágúst. 

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 3. ágúst 2021 vegna tillagna stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. 
    Samþykkt að fela formanni að leiða vinnu við tilraun til að móta sameiginlega umsögn ráðsins og skila fyrir tilskilinn frest þann 1. september. 

    Dóra Björt Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals dags. 16. ágúst 2021 ásamt bréfi umhverfis- og skipulagsviðs  dags. 16. júní 2021 vegna auglýsingar tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040.
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals haustið 2021. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  7. Fulltrúi íbúasamtaka leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hafa borgaryfirvöld átt viðræður við forsvarsmenn matvöruverslana sem hafa sýnt áhuga á að opna slíka verslun í Grafarholti og Úlfarsárdals eða nágrenni? Ef svo er, hvernig ganga slíkar viðræður? 

Fundi slitið klukkan 18:38

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_1608.pdf