Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 15

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2021, mánudaginn 17. maí, var haldinn 15. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Freyr Gústavsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Gísli Valdórsson og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. maí 2021, - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á óskum uppbyggingaraðila um heimild til að breyta einbýlishúsum í tvíbýli.

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Birni Axelssyni er þakkað fyrir góða kynningu. 

    Björn Axelsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  3. Fram fer kynning á fyrirkomulagi kosninga í borgarhlutanum. 

    Bjarni Þóroddsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  4. Lagt fram bréf eignaskrifstofu, dags. 23. apríl 2021, vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt að fela formanni að vinna áfram að tillögum ráðsins og skila fyrir tilskilinn frest þann 19. maí. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. febrúar 2021, - drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínunnar og tillagna að staðsetningu kjarnastöðva. Jafnframt lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals.
    Samþykkt. 

    Íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þar sem ekki er fyrirhugað að Borgarlína liggi um Grafarholt eða Úlfarsárdal leggur íbúaráðið áherslu á greiðar og örar tengingar gangandi, hjólandi og Strætó við fyrirhugaðar biðstöðvar Borgarlínu í Keldnaholti og á Ártúnshöfða. Þá þarf að tryggja góðar almenningssamgöngur á milli hverfisins og bæði heilsugæslu og þjónustumiðstöðvar hverfisins sem staðsett eru við Hraunbæ. Þá er nauðsynlegt að tryggðar séu góðar og öruggar almenningssamgöngur að Egilshöll en mikill fjöldi barna og ungmenna í Grafarholti og Úlfarsárdal stundar þar íþróttastarf. Á sama tíma og áhersla hefur verið lögð á aukna tíðni helstu leiða Strætó, og í framtíðinni Borgarlínu, á milli borgarhluta skýtur skökku við að dregið hefur verið úr tíðni ferða á leið 18, sem er eina leiðin sem þjónustar Grafarholt og Úlfarsárdal, með sérstakri sumaráætlun sem felur í sér verulega skerta tíðni á annatímum stóran hluta ársins og er því fyrirkomulagi mótmælt.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  7. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. 

    Samþykkt að veita Sirkus Ananas styrk að upphæð kr. 170.000-, vegna verkefnisins Glappakast sirkussýning, fyrir tveimur viðburðum.
    Samþykkt að veita Daníel Sigríðarsyni styrk að upphæð kr. 75.000-, vegna verkefnisins Vinnustofa í blöðrugerð.
    Samþykkt að veita Skátasambandi Reykjavíkur styrk að upphæð kr. 150.000-, vegna verkefnisins Pop up leikvöllur.
    Samþykkt að veita Tónlistarfélagi Árbæjar styrk að upphæð kr. 150.000-, vegna verkefnisins Útitónleikar í Elliðaárdal – Stíflan 2021.
    Samþykkt að veita Taktur & sköpun Ehf / PÚLZ styrk að upphæð kr. 191.900-, vegna verkefnisins Tónlistarspuni með allri fjölskyldunni.

    Öðrum umsóknum hafnað. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:22

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_1705.pdf