Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 14

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2021, mánudaginn 19. apríl, var haldinn 13. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Freyr Gústavsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og Þórir Jóhannsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verkefninu Íþróttastarf eldri borgara í Fylkisseli. 

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsdal leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þakkað er fyrir góða kynningu á flottu verkefni. Mikilvægt er að hlúa vel að heilsueflingu eldra fólks og ánægjulegt er að sjá styrki veitta af íbúaráðum nýtast til góðra verkefna því tengdu. Íbúaráðið vonast til að starfsemi fyrir eldra fólk geti hafist í nýrri íþróttamiðstöð hverfisins hjá FRAM fljótlega eftir að hún verður tekin í notkun.

    Arna Hrönn Aradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    17.12 tekur Gísli Valdórsson sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um styrkjapottinn Borgin okkar 2021 – hverfin. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 18. mars 2021 um umferðaröryggsaðgerðir 2021. 

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsdal leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráðið fagnar fyrirhuguðum umbótum til þess föllnum að stuðla að öryggi gangandi vegfarenda sem þvera Þúsöld í Grafarholti. Eins er bent á ábendingar ráðsins frá síðasta ári varðandi fjárfestinga- og viðhaldsáætlun þar sem komu fram ýmsar tillögur að bættu öryggi gangandi vegfarenda um borgarhlutann. Mikilvægt er að gönguþveranir séu merktar sem slíkar og upplýstar, æskilegast væri að um málaðar sebrabrautir væri að ræða, sér í lagi þar sem umferð er mikil og umferðarhraði töluverður.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. apríl 2021 vegna skipulags- og matslýsingar fyrir Hólmsheiði 2. áfanga. Jafnframt lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals dags. 19. apríl vegna skipulags- og matslýsingar fyrir Hólmsheiði 2. áfanga.
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. mars 2021 við fyrirspurn fulltrúa Viðreisnar um lagfæringar á jarðvegsyfirborði vegna flutnings Korpulínu í jarðstreng, sbr 10. liður fundargerðar ráðsins þann 15. mars 2021. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins

Fundi slitið klukkan 17:59

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_1904.pdf