Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 13

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2021, þriðjudagur, 6. apríl, var haldinn 13. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Freyr Gústavsson, Valgerður Sigurðardóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Gísli Valdórsson og Þórir Jóhansson. Fundinn sátu einnig Eiríkur Búi Halldórsson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á fyrirkomulagi uppstillingar kjörseðils fyrir Hverfið mitt í Grafarholti og Úlfarsárdal og opnað fyrir rafræna uppstillingu á vefnum betrireykjavik.is.

  2. Fram fer yfirferð verkefnastjóra Hverfið mitt í Grafarholti og Úlfarsárdal á hugmyndum sem íbúar hafa úr að velja við rafræna uppstillingu. 

  3. Lokað fyrir rafræna uppstillingu kjörseðils fyrir Hverfið mitt í Grafarholti og Úlfarsárdal og niðurstöður kynntar.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 19:05

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_0604.pdf