Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2021, mánudaginn 15. mars, var haldinn 12. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Freyr Gústavsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Þórir Jóhannsson, Gísli Valdórsson og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. febrúar 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum
Fylgigögn
-
Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í hverfinu í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdal. Gísli Valdórsson tekur sæti í ráðinu sem fulltrúi foreldrafélaga í hverfinu í stað Sigrúnar Guðjohnsen.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið býður Gísla Valdórsson velkominn til starfa sem nýjan fulltrúa foreldrafélaga í hverfinu og þakkar jafnframt Sigrúnu Guðjohnsen fyrir ánægjulegt samstarf.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfsemi frístundamiðstöðvarinnar Ársels í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir áhugaverða kynningu á öflugu starfi frístundamiðstöðvarinnar Ársels. Íbúaráðið vill ítreka ábendingu sína um að bætt verði úr húsnæðisvanda félagsstarfs unglinga við Sæmundarskóla hið fyrsta. Það er til fyrirmyndar samstarf á milli skóla, frístundamiðstöðvar og þjónustumiðstöðvar um kynningu á niðurstöðum Rannsókna og greiningar á líðan og högum barna og unglinga fyrir foreldra í hverfinu.
Árni Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um óbyggðar lóðir við Leirtjörn.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið leggur til að grasi verði sáð í óbyggðar lóðir næsta sumar, hvort sem úthlutun hefur farið fram á þeim eða ekki, til að koma í veg fyrir jarðvegsfok í hverfinu í þeim tilfellum þar sem byggingarframkvæmdir eru ekki hafnar eða að hefjast.
-
Fram fer umræða um grasslátt, snjómokstur og hreinsun gatna í borgarhlutanum auk yfirferðar með borgarvefsjá.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 16. febrúar 2021 í borgarráði um Borgina okkar 2021, þar sem gert er ráð fyrir 30 milljón kr. umsóknarpotti vegna viðburða í hverfunum sem íbúaráð úthluta.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi stýrihóps um aðgengisstefnu dags. 3. mars 2021 vegna vinnu við aðgengisstefnu og opnun samráðsvettvangs á betrireykjavik.is.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021 vegna draga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínu og tillögu að staðsetningu kjarnastöðva.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins
-
Fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvenær og hvernig stendur til að lagfæra yfirborð vegna flutnings Korpulínu í jarðstreng um hverfið, þ.m.t. um útivistarsvæði í Úlfarsárdal?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Fundi slitið klukkan 18:31
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_1503.pdf