Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2021, mánudaginn 15. febrúar, var haldinn 11. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1760/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Freyr Gústavsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. febrúar 2021 um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á samstarfsverkefni Skógræktarfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar um loftslagsskóga í Úlfarsfelli.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir góða kynningu. Íbúaráðið fagnar samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélags Reykjavíkur um loftslagsskóga í borginni og telur Úlfarsfell tilvalið fyrir slíkt verkefni. Þá er hvatt til samstarfs við íbúasamtök og þátttöku íbúa í hverfinu um gróðursetningu.
Gústaf Jarl Viðarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030.
Samþykkt.- 17.35. Sigrún Gudjohnsen tekur sæti á fundi.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. janúar 2021, við fyrirspurn fulltrúa Viðreisnar í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals um lausagöngu hunda í hverfinu, sbr 8. liður fundargerðar ráðsins frá 18. janúar.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
Fundi slitið klukkan 18:00
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_1502.pdf