Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 11

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2021, mánudaginn 15. febrúar, var haldinn 11. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1760/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Freyr Gústavsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. febrúar 2021 um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á samstarfsverkefni Skógræktarfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar um loftslagsskóga í Úlfarsfelli. 

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þakkað er fyrir góða kynningu. Íbúaráðið fagnar samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélags Reykjavíkur um loftslagsskóga í borginni og telur Úlfarsfell tilvalið fyrir slíkt verkefni. Þá er hvatt til samstarfs við íbúasamtök og þátttöku íbúa í hverfinu um gróðursetningu.

    Gústaf Jarl Viðarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030. 

    Samþykkt. 

    -    17.35. Sigrún Gudjohnsen tekur sæti á fundi. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. janúar 2021, við fyrirspurn fulltrúa Viðreisnar í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals um lausagöngu hunda í hverfinu, sbr 8. liður fundargerðar ráðsins frá 18. janúar. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 18:00

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_1502.pdf