No translated content text
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2021, mánudaginn 18. janúar, var haldinn 10. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.09. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1760/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Freyr Gústavsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Þórir Jóhannsson, Sigrún Guðjohnsen og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í hverfinu um aðalfulltrúa í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals. Þórir Jóhannsson tekur sæti sem aðalmaður í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals fyrir hönd íbúasamtaka í hverfinu í stað Björns Inga Björnssonar.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið býður nýjan ráðsmann, Þóri Jóhannsson, velkominn til starfa.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfsemi fram í Úlfarsárdals og uppbyggingu mannvirkja á svæðinu.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið þakkar góða kynningu frá Knattspyrnufélaginu Fram. Ráðið fagnar mikilli og glæsilegri uppbyggingu íþróttasvæðis fyrir íbúa Grafarholts og Úlfarsárdals sem nú á sér stað og óskar félaginu góðs gengis í framtíðinni.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um óbyggðar lóðir í hverfinu og umgengni byggingaraðila.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið óskar eftir úttekt á stöðu óbyggðra lóða í borgarhlutanum og að gripið verði til þeirra úrræða sem borgaryfirvöldum standa til boða til að tryggja að óbyggðar lóðir séu ekki notaðar sem geymslusvæði eða á annan hátt sem getur talist til lýtis eða óþrifnaðar í umhverfinu. Þá er sömuleiðis hvatt til þess að þrýst verði á eigendur úthlutaðra en óbyggðra lóða um að hefja framkvæmdir sem fyrst í þeim tilfellum þar sem langt er liðið frá úthlutun.
-
Fram fer umræða um drög að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur er snerta borgarhlutann.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið fagnar yfirlýsingu varaformanns skipulags- og samgönguráðs þess efnis að fallið verði frá tillögum að breytingum á aðalskipulagi vegna reits M22 í Úlfarsárdal. Ánægjulegt er að tekið sé undir afstöðu íbúaráðsins um að skilmálar núgildandi Aðalskipulags Reykjavíkur skuli halda gildi sínu.
-
Fram fer umræða um íbúalýðræðisverkefnið Hverfið mitt og hugmyndasöfnun sem lýkur 20. janúar.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið hvetur íbúa til að taka þátt í hugmyndasöfnun vegna íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt og þátttöku í kosningu í framhaldinu. Vakin er athygli á að allir íbúar sem ná 15 ára aldri á árinu hafa atkvæðisrétt í rafrænni kosningu.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Fram fer umræða um opnun félagsmiðstöðvar í Dalskóla.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið fagnar nýju og glæsilegu húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Fókus í Dalskóla og óskar öllum hlutaðeigandi til hamingju.
-
Fulltrúi Viðreisnar í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvar í borgarhlutanum er lausaganga hunda leyfð?
Fundi slitið klukkan 18:07
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_1810.pdf