Íbúaráð Breiðholts
Ár 2020, föstudaginn 12. júní 2020, var haldinn 9. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn að Árskógum 4 og hófst kl. 15.00. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Ólafur Gylfason, Jón Hjaltalín og Guðrún Þórdís Axelsdóttir. Fundinn sat einnig Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir um styrki Sumarborgar 2020. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Breiðholtsskóla styrk að fjárhæð kr. 450.000, vegna 17. júní að Bakkatúni.
Samþykkt að veita Meistaraflokki kvenna í handbolta, styrk að fjárhæð kr. 410.000, vegna Brekkusöngs.
Samþykkt að veita Stelpur rokka, styrk að fjárhæð kr. 345.000, vegna RISE summer festival.
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Fellaskóla, styrk að fjárhæð kr. 500.000, vegna 17. júní hátíð 111.
Samþykkt að veita Sigríði Agnes Jónasdóttur, styrk að fjárhæð kr. 500.000,-17. júní Hverfishátíð í 111.
Samþykkt að veita Íþróttafélaginu Leiknir styrk að fjárhæð kr. 500.000, vegna 17. júní 2020 í hverfi 111.
Samþykkt að veita Rathlaupafélaginu Hekla, styrk að fjárhæð kr. 450.000, vegna Rathlaup í Breiðholti.
Samþykkt að veita Brynju Pétursdóttur, styrk að fjárhæð kr. 130.000, vegna Dansandi sumar.
Samþykkt að veita Pepp Ísland styrk að fjárhæð kr. 250.000, vegna Sumarsamvera.
Samþykkt að veita Margréti Aðalheiði Markúsdóttur styrk að upphæð kr. 180.000, vegna Popup Yoga Reykjavík.
Samþykkt að veita Önnu Sif Jónsdóttur styrk að fjárhæð kr. 50.000, vegna Stekkjastuð.
Samþykkt að veita Skátasambandi Reykjavíkur styrk að upphæð kr. 375.000, vegna Pop up leikvöllur.
Samþykkt að veita Knattspyrnudeild ÍR styrk að fjárhæð kr. 470.000, vegna 50 ára afmælishátíðar knattspyrnudeildar ÍR.Öðrum styrkumsóknum hafnað.
Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Seljagörðum styrk að upphæð kr. 500.000, vegna uppskeruhátíð Seljagarðs 2020.
Samþykkt að veita foreldrafélagi Breiðholtsskóla styrk að upphæð kr. 130.000, vegna Velkomin í skólann.
Samþykkt að veita Íþróttafélagi Reykjavíkur styrk að upphæð kr. 400.000,vegna Hausthátíðar ÍR og Breiðholts.Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit íbúaráðs Breiðholts yfir forgangsröðun verkefna hverfisins í fjárfestingar- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn íbúaráðs Breiðholts:
Íbúaráð Breiðholts óskar eftir að borgarráð og svið borgarinnar gæti jafnræðis milli hverfishluta þegar kemur að úthlutunar fjármagns til viðhalds og fjárfestinga. Í kynningu 11. maí 2020 frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar á úthlutuðu fjármagni eftir hverfum sé því skipt niður á íbúafjölda má sjá misræmi. Ráðið óskar því eftir grunnupplýsingum um sögu á viðhaldi og fjárfestingum fyrir síðustu 15 ár eftir hverfishlutum til að hægt verði að átta sig betur á því hvort um eðlilegar sveiflur sé að ræða eða hvort þurfi að jafna hugsanlega viðhaldshalla í hverfum.
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs og umhverfis- og skipulagssviðs.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 17:32
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_1206.pdf