Íbúaráð Breiðholts
Ár 2020, miðvikudaginn, 10. júní 2020, var haldinn 8. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Seljaskóla og hófst kl. 16:37. Fundinn sat Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson Egill Þór Jónsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Ólafur Gylfason og Guðrún Þórdís Axelsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson. Aðrir gestir voru tveir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. júní 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf frá Foreldrafélagi Hólabrekkuskóla dags. 2. júní þar sem tilkynnt er að Hólmfríður Birna Guðmundsdóttir taki sæti varamanns í íbúaráði Breiðholts í stað Örnu Bech.
-
Fram fer umræða um bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu ásamt minnisblaði dags. 12. maí um tilkynningu á mögulegu broti vegna ákvörðunar ÍR um að leggja niður mfl. kvenna í handbolta.
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Breiðholts gleðst yfir því að málið hafi fengið farsælan endi og að sjálfboðaliðar hafi ákveðið að halda úti meistaraflokksstarfi í handbolta. Brýnt er að íþróttafélögin hafi jafnrétti ávallt að leiðarljósi í starfinu. Það er skilningur á því að staða íþróttafélagana geti verið efið, en komi upp erfiðleikar eins og hér um ræðir er lögð áhersla á að vandinn sé leystur í samvinnu.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um aðkomu íbúaráðs Breiðholts að fjárfestingar- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar.
Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi foreldrafélaga og fulltrúi slembivalinna leggja fram svohljóðandi bókun:
Kynningu á fjárfestinga- og viðhaldsáætlun 2020-2025 er fagnað og möguleika til þess að hafa áhrif á hana. Ráðið telur þó kynningin hafi verið of almenn og hvorki hugsuð né skipulögð með hag hverfanna og íbúaráðanna í huga. Sértæk kynning á framkvæmdum í hverju hverfi eða borgarhluta hefði verið gagnlegri. Mikilvægt er að setja upplýsingar fram á aðgengilegan og skýran máta og tryggja aðgengi allra fulltrúa í íbúaráðunum að upplýsingum. Við óskum eftir því við hluteigandi aðila að þróa kynningarnar áfram með hvern borgarhluta í huga, þannig að þær nýtist betur íbúaráðunum og íbúum hverfanna svo framsetning af efni verði með öðrum hætti en núna var gert.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er ánægjuefni að fjármunum sé veitt í viðhald á eignum og umhverfi Reykjavíkurborgar. Ítrekað hefur verið bent á viðhaldsskort víðsvegar um borgina en langvarandi uppsafnað viðhald hefur haft í för með sér slæmar afleiðingar. Nauðsynlegt er að borgin haldi við eignum sínum. Þess vegna er gerð athugasemd að íbúaráð þurfi að velja á milli viðhaldsframkvæmda og nýrra fjárfestiverkefna eins og tíðkast hefur með verkefni „Hverfið mitt“. Með því að stilla þessu hlið við hlið er borgin að gera lítið úr grunnhlutverki sínu að viðhalda eignum sínum, á sama tíma og viðhalsvalið er sett í „lýðræðisbúning“.
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19 maí vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Suður Mjódd.
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið gleðst yfir þeirri uppbyggingu sem á sér nú stað á íþróttasvæði ÍR og hlakkar til að sjá það halda áfram að dafna. Ráðið hefur engar athugasemdir við þær breytingar sem nú liggja fyrir í breytingatillögunni fyrir Suður Mjódd.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um umsögn um tillögu að deiliskipulagi fyrir borgargarð í Elliðaárdal.
Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi foreldrafélaga og fulltrúi slembivalinna leggja fram sameiginlega umsögn.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Það svæði sem nú er skilgreint sem þróunarsvæði undir atvinnustarfsemi við Stekkjarbakka er undanskilið fyrirliggjandi deiliskipulagi Elliðaárdals. Það er miður. Eðlilegast hefði verið að skilgreina borgargarðinn víðar og ná þannig sátt um mörkun dalsins eins og lagt var upp með í skýrslunni „Sjálfbær Elliðaárdalur – Stefna Reykjavíkur“ sem lokið var við 31. ágúst 2016. Til að mynda kynnti Dagur B. Eggertsson núverandi borgarstjóri fyrir kosningar árið 2014 „borgargarðinn Elliðaárdal“ á fundi Hollvinasamtaka Elliðaárdals. Þar náði dalurinn yfir tæplega 400 hektara svæði, núverandi skipulag borgargarðsins er komið í rúmlega 200 hektara. Ljóst er að svæðið minnkar dag frá degi í höndum vinstri flokkanna í borginni. Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við þessi vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á verndun grænna svæða í borgarlandinu. Samtök eins og Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa lagst gegn fyrirhuguðum stórframkvæmdum í Elliðaárdal. Þess utan hafa bæði Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun talið að þær framkvæmdir sem ráðgert er að ráðast í geti skaðað lífríki Elliðaárdalsins. Auk þess gera Landvernd og Stangaveiðifélag Reykjavíkur alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir. Einnig má benda á tug þúsunda undirskrifta söfnuðust um að fá skipulagið í íbúakosningu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis og skipulagssviðs dags. 3. júní 2020 vegna draga að tillögu á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, varðandi skilgreiningu nýrra reita fyrir íbúabyggð.
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis og skipulagssviðs dags. 3. júní 2020 vegna draga að breytingu á aðalskipulag Reykjavíkur, er varðar m.a. skerpingu á heimildum vegna sérstakra búsetuúrræða.
Frestað.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Sumarborgar 2020 – hverfin.
Frestað.- 18.41 Ólafur Gylfason víkur af fundi.
Fundi slitið klukkan 18:43
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_1006.pdf