Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 7

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2020, fimmtudaginn, 7. maí 2020, var haldinn 7. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 17:04. Fundinn sat Geir Finnsson og Guðrún Þórdís Axelsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Egill Þór Jónsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Ólafur Gylfason. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. apríl 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. mars 2020 um að borgarstjórn hafi á fundi sínum 3. mars 2020, samþykkt að Egill Þór Jónsson taki sæti í íbúaráði Breiðholts í stað Jórunnar Pálu Jónasdóttur.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5 mars 2020 vegna fyrirspurnar íbúaráðs Breiðholts, sbr. 8. lið fundargerðar ráðsins frá 2. mars 2020, um aðgang að lokaskýrslum vegna styrkja úr hverfissjóði. 

    -    17:07 Þórarinn Alvar Þórarinsson tekur sæti á fundi.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 8. apríl 2020 þar sem sett er fram útskrift úr gerðarbók skipulags- og samgönguráðs frá 1. apríl vegna Breiðholt 1.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 28. apríl 2020 sem samþykkt var í borgarráði sbr. 23. lið fundargerðar ráðsins 30. apríl 2020. Í tillögunni er íbúaráðum borgarinnar veittar 30 milljónum kr. til að úthluta til verkefna sem hafa það að markmiði að efla hverfisanda, mannlíf og menningu sumarið 2020.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18 mars. 2020 vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal og bréf dags. 30. apríl þar sem tilkynnt er að frestur til að skila inn athugasemdum vegna tillögunnar hafi verið framlengdur til 18. maí.
    Samþykkt að formaður  og varaformaður í samráði við ráðið kanni málið nánar og eftir atvikum skili athugasemdum fyrir tilskilinn frest.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það svæði sem nú er skilgreint sem þróunarsvæði undir atvinnustarfsemi við Stekkjarbakka er undanskilið fyrirliggjandi deiliskipulagi Elliðaárdals. Það er miður. Eðlilegast hefði verið að skilgreina borgargarðinn víðar og ná þannig sátt um mörkun dalsins.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram verkáætlun Reykjavíkurborgar ódags. um vorhreinsun á götum og gönguleiðum í hverfinu.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um sumarleyfi íbúaráðs Breiðholts.

  9. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  10. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Umsókn hafnað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:08

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_0705.pdf