Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 6

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2020, mánudaginn 2. mars 2020, var haldinn 6. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var opinn, haldinn í Gerðubergi og hófst kl. 16.35. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson, Jórunn Pála Jónasdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Ólafur Gylfason og Guðrún Þórdís Axelsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson. Aðrir gestir voru fjórir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. febrúar 2020 þar sem tilkynnt er að samþykkt hafi verið að Jórunn Pála Jónasdóttir taki sæti í íbúaráði Breiðholts í stað Egils Þórs Jónssonar.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf stýrihóps um endurskoðun reglna um Frístundakort dags. 19. febrúar 2020.

    Samþykkt að formaður móti sameiginleg umsögn í samvinnu ráðið og skili fyrir tilskilin frest eða eftir atvikum einstakir fulltrúar í ráðinu skili umsögn fyrir tilskilin frest.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf stýrihóps um innleiðingu íbúaráða dags. 18 febrúar 2020 þar sem tillögu Flokks fólksins um að íbúaráðin finni leiðir til að auka samvinnu við stofnanir í hverfum þeirra er vísað til skoðunar allra íbúaráða.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um öryggismál í hverfinu.

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  6. Lagðar fram umsagnir um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1. Í breytingunni felst að færa núverandi grenndarstöð sem er á bílastæði samsíða Arnarbakka á núverandi snúningshaus við Leirubakka.

    Fulltrúi foreldrafélaga, fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi slembivalinna leggja fram sameiginlega umsögn. 

    Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggja fram sameiginlega umsögn.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram yfirlit yfir styrkveitingar úr hverfissjóði 2019 í Breiðholti. Þessi liður fundarins er lokaður

  8. Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir aðgangi að þeim lokaskýrslum sem þegar hefur verið skilað vegna samþykktra umsókna úr hverfissjóði í Breiðholti síðan í nóvember 2019.

  9. Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hvaða stöðlum fylgir Reykjavíkurborg um gangleiðir barna á leið til skóla (lýsing og aðbúnað göngubrauta)? Hvenær var síðast gerð úttekt á göngubrautum yfir "stærri" götur? Hver er stefna borgarinnar varðandi öryggismyndavélar við skóla, sem og við inn- og útakstursleiðir úr Breiðholtinu?

Fundi slitið klukkan 18:27

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_0302.pdf