Íbúaráð Breiðholts
Ár 2020, mánudaginn 3. febrúar 2020, var haldinn 5. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var opinn, haldinn í Breiðholtsskóla og hófst kl. 16.41. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson, Jón Hjaltalín Magnússon, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Ólafur Gylfason og Guðrún Þórdís Axelsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson. Aðrir gestir voru tólf.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á skólastarf í Breiðholtsskóla.
Ásta Bjarney Elíasdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið
-
Lagt fram bréf um val á slembivöldum varamanni í íbúaráð Breiðholts. Slembivalinn varamaður í íbúaráði Breiðholts er Erla Hrönn Geirsdóttir.
Fylgigögn
-
Lögð fram auglýsing af vef Reykjavíkurborgar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á hverfisskipulagi fyrir Breiðholt.
Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins var lokaður.
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Breiðholtsskóla styrk að upphæð kr. 75.000,- til að auka þátttöku íbúa í Breiðholti í Öskudagsgleði.
Samþykkt að veita Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra styrk að upphæð kr. 80.000,- vegna Íþrótta og leikjadags eldri borgara vegna veitinga.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 18:31
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_0302.pdf