No translated content text
Íbúaráð Breiðholts
Ár 2023, miðvikudaginn, 6. desember, var haldinn 43. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Suðurmiðstöð og hófst kl. 16.37. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Júlíus Þór Halldórsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Breiðholts tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Ásta Björg Björgvinsdóttir. Fundinn sátu einnig Jóhannes Guðlaugsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á skipulagi og umferðaröryggismálum á Garðheimareit. MSS23110005
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í íbúaráði Breiðholts þakkar fyrir kynningu á skipulags- og umferðaröryggismálum við nýja verslun Garðheima í S-Mjódd. Fyrir liggur að mörgu þarf að hyggja í þessum efnum og vart verður sagt að framtíðarsýn um þessa þætti sé nægjanlega skýr. Hvers vegna? Að mínu mati vegna þess að verulegar líkur eru á að atvinnustarfsemi á svæðinu eigi eftir að aukast umtalsvert á meðan fyrirliggjandi lausnir í samgöngumálum eru ósannfærandi. Þess vegna er ástæða til að fylgja því eftir af einurð að umferðaröryggi á svæðinu verði tryggt, bæði til skemmri og lengri tíma.
Fulltrúi Samfylkingar, Framsóknar, foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir góða og upplýsandi kynningu. Þar kom fram að umferð hefur aukist um Álfabakka með opnun Garðheima. Frekari gegnumstreymisumferð með hliðrun fráreinar frá Reykjanesbraut, sem tengjast myndi fyrr inn á Álfabakka, myndi auka umferð og stuðla að hærri umferðahraða. Hvort tveggja ógnar öryggi þeirrar umferðar sem nú þegar er mikil um Álfabakka. Veghelgunarreglur Vegagerðarinnar gera ráð fyrir 800-2000 m milli gatnamóta leyfa ekki að bæta við tengingu. Með núverandi frárein, þar sem umferð er lækkuð niður í 0 á stöðvunarskyldu er umferðin stöðvuð áður en henni er hleypt inn á Álfabakka en fylgni er á milli hraða umferðar og tíðni slysa. Brýnt að slá niður hraðann. Vakin er athygli á að áframhaldandi framkvæmdir verða á svæðinu næstu mánuði eða á meðan uppbygging mannvirkja er í gangi. Ljóst er að það muni hafa áhrif á íbúa sem búa næst framkvæmdasvæðinu og mikilvægt að eftirlitsaðilar með framkvæmdum fylgist með þannig að öryggi allra ferðamáta um svæði sé tryggt. Verulegar líkur eru á því að með frekari atvinnuuppbyggingu á svæðinu mun umferð aukast töluvert til framtíðar og verða lausnir í samgöngumálum að vera í takt við þá uppbyggingu þar sem óljóst hvort núverandi áætlanir munu anna aukinni umferð.
Bjarni Rúnar Ingvarsson og Borghildur Sölvey Sturludóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
- Kl.16.39 tekur Helgi Áss Grétarsson sæti á fundinum
- Kl.16.39 tekur Vala Dröfn Björnsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
- Kl. 16:53 tekur Ásta Björg Björgvinsdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði. -
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingar um öruggari tengingu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Skógasel og við íþróttamannvirki:
Lagt er til að íbúaráð Breiðholts beini því til umhverfis og skipulagsráðs að kortleggja betur öryggi barna og vegfarenda sem notast við strætó og þeirra sem hjóla og ganga inn til íþróttaæfinga frá Skógarseli, í kjölfarið yrði gripið til nauðsynlegra aðgerða til að auka öryggi vegfarenda. Þetta yrði gert bæði til skemmri tíma, meðan framkvæmdirnar við Skógarsel eru yfirstandandi, og til lengri tíma inn á og á bílastæðum við íþróttamannvirki ÍR. Lagt er til að kortlagning fari fram í samráði við forsvarsmenn strætó og ÍR. MSS23110167
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.Fulltrúi Samfylkingar, Framsóknar, foreldrafélaga, íbúasamtaka og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:
Vegna framkvæmda við Skógasel og uppbyggingar nýrra mannvirkja á Íþróttasvæði ÍR er brýnt að kortleggja öruggari tengingar gangandi og hjólandi vegfaranda við Skógasel, inn á og á bílastæði við Íþróttamannvirki ÍR. Mikil umferð er um svæðið, lýsingu á framkvæmdastöðum er ábótavant og vegna þeirra þarf að huga betur að öryggi vegfarenda bæði til skemmri og lengri tíma. Fulltrúar meirihlutans í ráðinu fóru fram á það við borgaryfirvöld í umsögn, dagsett 7.12.2020 við nýja hámarkshraðaáætlun sem samþykkt árið 2021, að hámarkshraði við Skógasel yrði 30 alla leið að gatnamótum Árskóga við bensínstöð N1 Skógaseli en ekki var orðið við þeirri beiðni. Í ljósi tillögunnar er ítrekað mikilvægi þess að lækka umferðarhraða og farið fram á að hámarkshraði verði endurskoðaður úr 50 km niður í 30 km frá ofangreindum gatnamótum en ekki sunnan við innkeyrsluna inn á íþróttasvæði ÍR eins og núna er ráðgert og var samþykkt í hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í íbúaráði Breiðholts styður það að kortleggja eigi öruggari tengingar gangandi og hjólandi vegfaranda við Skógasel, inn á og á bílastæði við Íþróttamannvirki ÍR. Á þessu stigi málsins er ekki ástæða til að taka afstöðu til einstakra lausna, svo sem þeirra að lækka eigi hámarkshraða á tilteknu svæði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 22. nóvember 2023, um verklagsreglur íbúaráða Reykjavíkurborgar. MSS22090031
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 6. október 2023, um niðurstöður í Hverfið mitt 2022-2023. MSS22020075
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 8. nóvember 2023 með umsagnarbeiðni um stafræna stefnu. ÞON23010021
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið fagnar því að stafræn stefna fari í opið samráð en hefur engar athugsemdir við stefnudrögin.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fundartíma ráðsins í janúar. MSS22090031
Samþykkt að næsti fundur ráðsins fari fram 10. janúar nk. -
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram greinargerð Drafnar Vilhjálmsdóttur, dags. 13. nóvember 2023 vegna verkefnisins Bókasafn Seljaskóla. MSS2303015
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS2303015
Samþykkt að veita Dröfn Vilhjálmsdóttir styrk að upphæð kr. 149.000 vegna verkefnisins Viðburðir á skólasafni Seljaskóla skólaárið 2023-2024.
Samþykkt að verða við beiðni Önnu Karenar Þóroddsdóttur um að styrkur vegna verkefnisins Halloween 2023, sbr. 9. liður fundargerðar íbúaráðs Breiðholts 8. nóvember 2023, verði greiddur Foreldrafélagi Breiðholtsskóla.
Samþykkt að verða við beiðni Sverris Sigmundssonar um að styrkur vegna verkefnisins Gettó betur, sbr. 9. liður fundargerðar íbúaráðs Breiðholts 8. nóvember 2023, verði greiddur Foreldrafélagi Seljaskóla.
Þessi liður fundarins var lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 18.38
Sara Björg Sigurðardóttir Ásta Björg Björgvinsdóttir
Helgi Áss Grétarsson Júlíus Þór Halldórsson
Ágústa Ýr Þorbergsdóttir Vala Dröfn Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Breiðholts 6. desember 2023