Íbúaráð Breiðholts
Ár 2023, miðvikudaginn, 4. október, var haldinn 41. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Suðurmiðstöð og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Breiðholts tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Vala Dröfn Björnsdóttir. Fundinn sátu einnig Jóhannes Guðlaugsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á Vetrargarðinum í Breiðholti. MSS23090175
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið þakkar fyrir greinagóða kynningu á stöðu mála tengt Vetrargarðinum. Vetrargarðurinn er lýðheilsuverkefni fyrir útilífsborgina, dregur að sér fjölskyldur, börn og ungmenni og verður spennandi að sjá garðinn dafna þegar fram í sækir. Það er ljóst að framkvæmdir munu raska svæðinu um nokkurn tíma og ekki hægt að nýta brekkuna undir skíðaiðkun næstu misseri. Leggur íbúaráðið áherslu á mikilvægi reglulegrar upplýsingagjafar til íbúa á meðan verktíma stendur þannig að nærsamfélagið í hverfinu sé upplýst hvað sé í vændum á verktíma.
Atli Steinn Árnason og Hafsteinn Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- 16.35 tekur Helgi Áss Grétarsson sæti á fundinum.
- 16.38 tekur Þorvaldur Daníelsson sæti á fundinum með rafrænum hætt.
- 16.52 tekur Þorvaldur sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfsemi Miðstöðvar útilífs og útináms. MSS23090175
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið þakkar fyrir upplýsandi og góða kynningu á Miðstöð útivistar og útináms. Íbúaráð fagnar þeirri fagmennsku sem einkennir starfið og er leiðandi fyrir flóru náms í skóla- og frístundastarfi borgarinnar.
Atli Steinn Árnason og Hafsteinn Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á störfum verkefnastjóra félagsauðs og forvarna í Suðurmiðstöð.
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikil og áhugaverð verkefni eru á herðum nýs verkefnastjóra. Hlakkar ráðið til að fá kynningar á þeim verkefnum í framtíðinni.
-
Fram fer umræða um Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Þar sem búið er að opna fyrir umsóknir í hverfissjóð Reykjavíkurborgar til 15 október 2023 næstkomandi þá vill íbúaráðið hvetja hverfisbundin félagasamtök, íbúa og aðra grasrótarstarfsemi innan hverfisins, sem vilja leggja sitt af mörkum og standa fyrir hverfistengdum verkefnum, til að sækja um sem fyrst.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Formanni barst erindi frá íbúa búsettan við Kötlufell en borið hefur ítrekað á því að bílum sé lagt í aðkeyrslu, sem er á borgarlandi, að bílaplani þriggja stigaganga þannig að sorp- og neyðarbílar eiga erfitt um vik að komast inn á bílaplanið sjálft. Vill ráðið spyrjast fyrir hvort hægt sé að koma upp bráðabirgðamerkingum til að tryggja umferð neyðarbíla að bílaplaninu þar til ný reglugerðarbreyting um umferðarmerki og notkun þeirra verður tilbúin, eftir atvikum koma með leiðbeinandi lausnir fyrir íbúa sem búa við Kötlufell til að tryggja aðgengi sorp- og neyðarbíla að bílaplaninu. MSS23100040
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
-
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Íbúi við Lambasel setti sig í samband við formann og vildi spyrjast fyrir um ókláraða gangstéttarbút sem er fyrir framan Lambasel 28 og fyrir aftan Lambasel 38 en svo virðist vera að bútur hafi orðið eftir þegar gangstéttir voru steyptar. Vill íbúaráðið spyrjast fyrir um hvort ekki sé hægt að ganga frá þessu litla svæði sem eftir er til að gangandi vegfarendur komist öruggir leiðar sinnar innan hverfisins. Einnig er bent á blindhorn á tveimur stöðum sem ógna öryggi gangandi þegar bílar keyra úr götunni, stendur til að bæta umferðaröryggi á þessum blindhornum? MSS23100041
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Fundi slitið kl. 18.36
Sara Björg Sigurðardóttir Þorvaldur Daníelsson
Helgi Áss Grétarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
Ágústa Ýr Þorbergsdóttir Vala Dröfn Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Breiðholts 4. október 2023