Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 40

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2023, miðvikudaginn, 30. ágúst, var haldinn 40. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Gerðubergi og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Helgi Áss Grétarsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Fundinn sátu einnig Þráinn Hafsteinsson, Jóhannes Guðlaugsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Breiðholts um skipulagslýsingu fyrir Suðurfell, dags. 30. ágúst 2023, ásamt bréfi Skipulagsgáttar, dags. 27. júlí 2023, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um skipulagslýsingu fyrir Suðurfell. USK23050217

    Samþykkt

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fulltrúi foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, íbúasamtaka, foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

    Skiptar skoðanir eru í íbúaráðinu um þennan uppbyggingareit sem skipulagslýsingin nær til. Elliðaárnar, lífríkið þeirra og vatnasvið hefur mátt þolað ágang og rask okkar mannfólksins í áratugi.  Rannsóknir sýna grósku í laxastofni árinnar en laxgengd síðasta árs var 20% umfram meðaltal laxagöngu ánum síðasta áratug. Því er mikilvægt að stíga varlega til jarðar ef svæðið fer í uppbyggingu.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:

    Skipulagslýsingin um þróunarsvæðið við Suðurfell hefur sína kosti og galla. Einn af efnislegum kostum skipulagslýsingarinnar er að með henni er lagður grundvöllur að uppbyggingu íbúðahúsnæðis sem líkleg er til að koma til móts við eftirspurn eftir meðalstórum íbúðum í Fellahverfi. Gallar skipulagslýsingarinnar eru margvíslegir, m.a. vegna þess að með henni er verið að minnka græn svæði í borginni og með henni kann að hefjast ófyrirséð vegferð sem gæti hægt og bítandi endað með verulegri röskun á verndun Elliðaárdalsins sem útivistarparadísar. Þau ummæli í skipulagslýsingu að skipulagssvæðið sé kjarrvaxinn mói með einstaka melum vekur nokkra furðu og það sama á við um allan skort á umfjöllun um tengingu þessa svæðis við fyrirhugaða legu Arnarnesvegar. Einnig er vert að halda því til haga að hvorki hverfisskipulag né deiliskipulag getur leiðrétt það sem fram kemur í aðalskipulagi, sbr. umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 23. ágúst 2023. Að öllum framanrituðu leiðir að þörf er á að vinna málið betur og vonandi verður á síðari stigum þess unnt að taka fullnægjandi tillit til allra þeirra athugasemda sem berast



    Borghildur Sölvey Sturludóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    16.39 tekur Frank Úlfar Michelsen sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Breiðholts um skipulagslýsingu fyrir Norður Mjódd – Stekkjarbakka 4-6 og Álfabakka 7, dags. 30. ágúst 2023, ásamt bréfi Skipulagsgáttar,dags. 27. júlí 2023, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um skipulagslýsingu fyrir Norður Mjódd – Stekkjarbakka 4-6 og Álfabakka 7. SN220741

    Samþykkt.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, íbúasamtaka, foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

    Lýst er yfir vonbrigðum yfir því að reitur M12 í Aðalskipulaginu sé skipt upp með þessum hætti og hefði viljað allt svæðið sem um ræðir hefði verið unnið sem ein heild til að skapa skýrari heildarmynd af uppbyggingunni sem dregur að sér meiri fjárfestingu, fyrirtæki, stofnanir og fólk í opinni hönnunarsamkeppni. Leggur íbúaráðið áherslu á mikilvægi þess að deiliskipulagið verði unnið samhliða forhönnun Borgarlínu upp í Mjódd frá Vogabyggð, tekið verði tillit til ferða hennar í gegnum svæðið og staðið verði við viljayfirlýsingu borgaryfirvalda og Betri samganga, sem undirrituð var í aprílmánuði árið 2022, um að flýta Borgalínuleið frá Vogabyggð upp í Breiðholt. Vill íbúaráðið að deiliskipulagið taki mið af viðmiðunarhæðum húsa sem samþykkt er í Aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040 sem er 4-7 hæðir. Að horft til ákvæða hæðastefnunnar að aðeins stakar byggingar geti notið hámarksheimilda og að við mótun byggðar verði leitast við að skala byggðina niður næst hinni lágreistu íbúðarbyggð þannig að skuggavarp verði sem minnst. Samhliða verði gæði byggðar tryggt með vandaðri bjartri borgarhönnun, lögð verði áhersla á sameignleg rými fyrir almenning, þau verði sólrík, skjólsæl, barnvæn og græn og kannaður sé möguleiki á flytja umferð samhliða Reykjanesbraut og gera Stekkjabakka að Borgalínugötu í samtali við hagaðila.



    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:

    Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur tilheyrir uppbyggingarreitur 81 Norður-Mjóddinni í heild (sjá mynd 3 í aðalskipulagi). Þessi skipulagslýsing nær eingöngu til hluta svæðisins. Heildarsýn á hvert skuli vera framtíðarskipulag N-Mjóddar raskast við þetta. Hins vegar er ekki um það deilt að það er skynsamlegt að hefja uppbyggingu íbúða á svæðinu sem skipulagslýsingin nær til en ástæða er til að hafa áhyggjur af hæð þeirra íbúðarhúsa sem fyrirhugað er að reisa. Það er því hætta á of miklu skuggavarpi. Það er einnig aðfinnsluvert að skipulagslýsingin feli ekki í sér upplýsingar um fjölda íbúða sem fyrirhugað er að reisa á svæðinu. Litlar sem engar upplýsingar um samgöngumat liggja fyrir. Í því samhengi verður til þess að líta að ætlunin er að hafa borgarlínustöð á svæðinu en ekki verður ráðið af skipulagslýsingunni hvar hún eigi að vera. Þetta er óheppilegt þar eð í aðalskipulagi er hámarksþéttleiki íbúðarbyggðar m.a. miðaður við nálægð við almenningssamgöngur. Jafnframt er ástæða til að efast um að umfang íbúðabyggðar á svæðinu samrýmist skilmálum Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2040 um að Mjóddin sé bæjarkjarni. Á síðari stigum þessa máls er þörf á að vinna það betur og taka fullnægjandi tillit til allra þeirra athugasemda sem berast.

    Borghildur Sölvey Sturludóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 22. júní 2023, um álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun vegna gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar m.t.t. Borgarlínu ásamt fylgiskjölum. USK21120157

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, foreldrafélaga og íbúasamtaka leggja fram svohljóðandi bókun:

    Lögð er áhersla á mikilvægi forhönnunar á að þessum legg Borgalínu nái alla leið upp í Mjódd og verði unnið samhliða annarri vinnu vegna uppbyggingar sem fyrirhuguð er í Mjódd. Samhliða minnir ráðið á viljayfirlýsingu borgaryfirvalda og Betri samganga, sem undirrituð var í aprílmánuði árið 2022, um að flýta Borgalínuleið frá Vogabyggð upp í Breiðholt. Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar, með flestu inn og útstig við skiptistöð Strætó í Mjódd virka daga frá áramótum eða tæplega 39 þúsund á viku. Það er loftslags- og lýðheilsumál að draga úr umferð úr fjölmennasta hverfa borgarinnar og flýta Borgalínu upp í Breiðholt.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 15. ágúst 2023, um kosningar í Hverfið mitt 2023. MSS22020075

    Fylgigögn

  5. Lögð fram drög að fundadagatali íbúaráðs Breiðholts. MSS22080127

    Samþykkt með þeirri breytingu að fundur ráðsins í nóvember fari fram 8. nóvember.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 18.14

Sara Björg Sigurðardóttir Ásta Björg Björgvinsdóttir

Helgi Áss Grétarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Ágústa Ýr Þorbergsdóttir Frank Úlfar Michelsen

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 30. ágúst 2023.