Íbúaráð Breiðholts
Ár 2020, mánudagurinn 6. janúar 2020, var haldinn 4. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var opinn, haldinn í Gerðubergi og hófst kl. 16.38. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson, Egill Þór Jónsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Arna Bech og Guðrún Þórdís Axelsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Nichole Leigh Mosty. Aðrir gestir voru sex.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um umsögn ráðsins um hugmyndir Strætó bs. að breytingum á leiðakerfi.
Umsögn íbúaráðs Breiðholts lögð fram og samþykkt.
Arna Bech fulltrúi foreldrafélaga í íbúaráði Breiðholts lagði einnig fram umsögn.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðs Breiðholts.
Formaður leggur fram tilnefningar í bakhóp.Fylgigögn
-
Fram fer kynning á innleiðingu íbúaráða.
Dóra Björt Guðjónsdóttir frá stýrihóp um innleiðingu íbúaráða tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. desember 2019, við fyrirspurn íbúaráðs Breiðholts, sbr. 9. lið fundargerðar ráðsins þann 2. desember 2019.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
Fundi slitið klukkan 18:20
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_0601.pdf