Íbúaráð Breiðholts
Ár 2023, miðvikudaginn, 7. júní, var haldinn 39. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Suðurmiðstöð og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Helgi Áss Grétarsson, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Fundinn sat einnig eftirtalinn starfsmaður: Þráinn Hafsteinsson.
Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á umferðaröryggisáætlun í hverfinu. MSS23050172
- Kl. 17.07 tekur Þorvaldur Daníelsson sæti á fundinum.
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið þakkar fyrir kynninguna og um leið lýsir yfir ánægju sinni með hvaða vísbendingar um lækkun umferðahraða hefur tryggt betur öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Telur ráðið brýnt að setja upp skipti við skóla er banna raf- og bensínknúinn faratæki. Vill ráðið að skoðað verði að íbúum verði boðið að leigja til skamms tíma bílastæði við skólamannvirki og vörubílastæði fyrir ferðatæki og aftanívagna en dæmi er um að ferðavögnum sé lagt við íþróttamannvirki og skólalóðir og það getur stofnað gangandi og hjólandi í hættu.
Höskuldur Rúnar Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning Hopp á öryggismálum, notkun í Breiðholti og tengingar við önnur hverfi. MSS23050173
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið þakkar fyrir kynninguna og er ánægjulegt hversu Breiðhyltingar hafa tekið nýjum ferðamátum fagnandi. Telur ráðið brýnt að umhverfis- og skipulagsráð leiti lausna í sátt við íbúa um skilgreina safnstæði fyrir rafskútur innan hverfisins sem hægt er að skila og leigja skútu.
Ísleifur Ásgrímsson og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. 26. apríl 2023, um umferðaröryggi í Fálkabakka, sbr. 4. lið fundargerðar ráðsins frá 3. maí 2023. MSS23040226
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:
Íbúaráð Breiðholts leggur til að beina því til umhverfis og skipulagsráðs að meta umferðaöryggi í Fálkabakkabrekkunni með hliðsjón að umferðaröryggisáætlun borgarinnar, forgangsröðun henni tengdri og þeim breytingum sem voru gerðar með deiliskipulagsbreytingunni sem samþykkt var 16.11.2017.
Greinargerð fylgir tillögunniBreytingartillagan er samþykkt af íbúaráði Breiðholts.
Tillagan er samþykkt svo breytt.Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðsráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fékk ábendingar í vetur um að ítrekað hefði skapast hætta efst í brekkunni í Fálkabakka, ekki síst í slæmri vetrarfærð. Af þeim ástæðum lagði íbúaráðsfulltrúinn fram tillögu, sem var frestað á fundi ráðsins í byrjun maí sl., um að ráðið samþykkti áskorun til borgaryfirvalda um að úr þessu yrði bætt. Fyrirliggjandi niðurstaða er vel viðunandi og er ástæða til að fagna henni. Vonandi þróast þá mál á þann veg að samgönguyfirvöld í Reykjavík taki málið föstum tökum, svo sem með því að hita upp götuna þar sem brattinn er mestur.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019
Öllum umsóknum hafnað.Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 18.14
Sara Björg Sigurðardóttir Þorvaldur Daníelsson
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Ágústa Ýr Þorbergsdóttir
Helgi Áss Grétarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 7. júní 2023.