Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 38

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2023, miðvikudagurinn, 3. maí, var haldinn 38. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Suðurmiðstöð og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, Frank Úlfar Michelsen, Helgi Áss Grétarsson og Þorvaldur Daníelsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8 mars 2023, þar sem tilkynnt er að borgarstjórn hafi á fundinu sínum 7. mars samþykkt að Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir taki sæti sem varafulltrúi í íbúaráði Breiðholts í stað Alexöndru Briem. MSS22060056

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram tillögur íbúaráðs Breiðholts, dags. 3. maí 2023, vegna fjárfestinga- og viðhaldsáætlunar 2024-2028, einnig lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. apríl 2023, vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlunum 2024-2028 ásamt fylgiskjölum. 
    Samþykkt.
    Samþykkt að fela formanni að skila jafnréttisskimun vegna tillagna fyrir tilskilinn frest þann 31. maí nk. 

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Það er mikilvægt að Íbúaráð Breiðholts fái stöðumat á þeim forgangsverkefnum sem ráðin setja fram í fjarfestinga- og viðhaldsáætlunum í upphafi ársins svo þau geti upplýst íbúa innan hverfanna um framgang verkefna sem ráðin hafa lagt til samhliða að íbúaráðin geti forgangsraðað öðrum verkefnum í staðinn.  

    -    Kl. 16:50 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsögn íbúaráðs Breiðholts, dags. 3. maí 2023, um matsáætlun vegna framkvæmda við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, að teknu tilliti til Borgarlínu. USK21120157
    Samþykkt.
    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og slembivalinn fulltrúi sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, dags. 26. apríl 2023, um umferðaröryggi í Fálkabakka:

    Íbúaráð Breiðholts leggur til að borgaryfirvöld grípi til viðeigandi ráðstafana í því skyni að bæta umferðaröryggi í brekkunni upp Fálkabakka, ekki síst í vetrarfærð. MSS23040226 
    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Frestað.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kosning varaformanns. MSS22080242
    Samþykkt að Þorvaldur Daníelsson verði varaformaður íbúaráðs Breiðholts. 

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar. 

  6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Samþykkt að veita Foreldra- og kennarafélagi Breiðholtsskóla styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Vorhátíð 2023. 

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Suðurborgar styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Sameiginleg sumarhátíð þriggja leikskóla. 

    Samþykkt að veita Leikni styrk að upphæð kr. 350.000 vegna verkefnisins 50 ára afmæli Leiknis. 

    Samþykkt að veita Pólska skólanum styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Fjölskylduhátíð í tilefni 15 ára afmæli. 

    Öðrum umsóknum hafnað. 

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram greinargerð ÍR, dags. 24. apríl 2023, vegna verkefnisins Þorrablót ÍR 2023. 

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

  8. Lögð fram greinargerð Götubita, ódags. vegna verkefnisins Götubiti á jólum

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 17:59

Sara Björg Sigurðardóttir Þorvaldur Daníelsson

Helgi Áss Grétarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Ágústa Ýr Þorbergsdóttir Frank Úlfar Michelsen

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 3. maí 2023