Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 35

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2023, miðvikudagurinn, 1. febrúar, var haldinn 35. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Fellaskóla og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Ásta Birna Björnsdóttir, Frank Úlfar Michelsen, Helgi Áss Grétarsson og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í íbúaráð Breiðholts. Ásta Birna Björnsdóttir tekur sæti varamanns í íbúaráði Breiðholts fyrir hönd foreldrafélaga i hverfinu. MSS22080029

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á starfsemi Fellaskóla. MSS22090034

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið þakkar fyrir góða og fræðandi kynningu á Fellaskóla og verkefninu draumaskóla. Það er aðdáunarvert hversu öflugt og faglegt starf er unnið í skólanum þar sem  mál, læsi, leiðsagnarnám, tónlist og skapandi skólastarf er í hávegum haft. Gaman að sjá hvað valdefling í sinni víðustu mynd er notuð til að styrkja og efla nemendur við skólann og tryggja jöfn tækifæri.

    Helgi Gíslason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    kl. 16:58 tekur Þorvaldur Daníelsson sæti á fundinum. 

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 4. janúar 2023, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 3. janúar 2023 hafi verið samþykkt að Alexandra Briem taki sæti í íbúaráði Breiðholts í stað Elísabetar Guðrúnar Jónsdóttur. MSS22060056

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í íbúaráð Breiðholts. Júlíus Þór Halldórsson tekur sæti sem varamaður í íbúaráði Breiðholts fyrir hönd íbúasamtaka í stað Jóhönnu Bjarkar Sveinbjörnsdóttur. MSS22080029

    Fylgigögn

  5. Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Breiðholts um að kanna möguleika á stofnun frístundaheimilis í húsnæði ÍR í S-Mjódd, sbr. 9. liður fundargerðar íbúaráðs Breiðholts frá 7. september 2022. Einnig lögð fram umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 26. október 2022. MSS22080251
    Frestað.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 6. janúar 2023, um breytingar á fjármagni í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Fylgigögn

  7. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Breiðholts. MSS22080127
    Frestað.

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  9. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Ölduselsskóla, dags. 25. október 2022 vegna verkefnisins Öskudagsskemmtun. MSS22040019

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

Fundi slitið kl. 18:16

Sara Björg Sigurðardóttir Þorvaldur Daníelsson

Helgi Áss Grétarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Ásta Birna Björnsdóttir Frank Úlfar Michelsen

PDF útgáfa fundargerðar
FG_1.2.2023