Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 34

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2023, miðvikudaginn, 4. janúar, var haldinn 34. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í Suðurmiðstöð og hófst kl. 16.38. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Helgi Áss Grétarsson, Þorvaldur Daníelsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Ágústa Þorbergsdóttir og Frank Úlfar Michelsen. Fundinn sátu einnig Jóhannes Guðlaugsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á hverfisskipulagi Breiðholts. MSS22090034

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Breiðholts þakkar fyrir góða og upplýsandi kynningu á samþykktu Hverfisskipulagi Breiðholts. Samhliða vill Íbúaráðið leggja áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst við þau svæði sem eru tilbúin til framkvæmda eins og við Arnarbakka og Völvufell, að skilgreindar safngötur líti dagsins ljós og næstu skref við Vetrargarðinn taki á sig mynd. Telur íbúaráðið mikilvægt að gert verði hjólakort í framhaldinu sem byggir á vinnu hverfisskipulagsins þar sem hjólaleiðir innan hverfis til skóla, íþróttamannvirkja og þjónustustaða og milli hverfishluta verði dregnar fram og gerðar aðgengilegar í anda 15 mínútna hverfisins.

    Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um vetrarþjónustu í Breiðholti. MSS22120133

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Breiðholts leggur þunga áherslu að forgangur í vetrarþjónustu verði endurskoðaður úr 2. forgangi í 1. forgang og þannig verði aðgengi neyðarþjónustu tryggt að Seljaskóla í gegnum Kleifarsel og Ölduselsskóla og Leikskólanum Seljaborg  í gegnum Öldusel. Samhliða vill íbúaráðið að göngustígar hægra megin sömu gatna fari í 1. forgang. Um er að ræða fjölfarna gönguleið barna að skólanum snemma að morgni í gegnum Kleifarselið á stíg sem er skilgreindur í 3. Forgangi og í Öldusel í 2. forgangi. Starfsfólk skólanna sem kemur gangandi og með almenningssamgöngum frá stoppistöðvum sem liggja samhliða í Jafnaseli og Skógarseli geta ekki gengið til vinnu á hreinsuðum stíg að morgni inn að skólunum. Að lokum vill íbúaráðið leggja til að 1. forgangur göngustígs sem liggur í gegnum Jafnasel haldi áfram í 1. forgangi undir undirgöngin fram hjá Skíðabrekkunni yfir í Fellin og tengist forgangstíg hjólastígakerfis í Elliðaárdalnum. Engin leið er fyrir hjólandi fólk úr efribyggðum Seljahverfis og Fellahverfis til að tengjast hjólastígakerfi Elliðaárdalsins að morgni dags.

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 13. desember 2022 um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  5. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019

    a)    Sumartiltekt og grill/Húsfélagið Bakkaseli 20-36

  6. Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Íbúaráðið vill spyrja hvenær forgangur vetrarþjónustu er endurskoðaður af hálfu umhverfis- og skipulagssviðs? Samhliða vill íbúaráðið spyrja hvernig er hægt að sinna neyðarþjónustu að Seljaskóla í gegnum Kleifarsel,  og að Ölduselsskóla og Seljaborg í gegnum Öldusel þegar forgangur þar er skilgreindur í 2. flokki en ekki 1. Á þessu ári hefur komið upp sú staða að aðgengi neyðarþjónustu að Seljaskóla hefur ekki verið tryggt vegna þess að gatan er skilgreind í 2. forgangi en ekki 1. forgangi vegna vetrarfærðar. Samhliða spyr íbúaráðið hvers vegna fyrsti forgangur á göngustígum í gegnum sömu götur sé ekki til staðar en um er að ræða gönguleið barna að skólanum snemma að morgni í gegnum Kleifarsel. Hvorugum megin Kleifarsels er 1. forgangur. Starfsfólk skólanna sem kemur gangandi og með almenningssamgöngum frá stoppistöðvum sem liggja samhliða í Jafnaseli og Skógarseli geta ekki gengið til vinnu á hreinsuðum stíg að morgni að sínum skólum og viss freistnivandi að ganga á auðri götunni í staðinn sem skapar hættu. Að lokum vill íbúaráðið spyrja hvers vegna 1. forgangur af göngustíg í gegnum Jafnasel haldi ekki áfram undir undirgöngin fram hjá Skíðabrekkunni yfir í Fellin og tengist forgangstíg hjólastígakerfis í Elliðaárdalnum. Engin leið er fyrir hjólandi fólk úr efribyggðum Seljahverfis og Fellahverfis til að tengjast hjólastígakerfi Elliðaárdalsins. MSS22120133

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.

Fundi slitið kl. 18:02

Sara Björg Sigurðardóttir Þorvaldur Daníelsson

Helgi Áss Grétarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Ágústa Ýr Þorbergsdóttir Frank Úlfar Michelsen

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 4. janúar 2023