No translated content text
Íbúaráð Breiðholts
Ár 2022, miðvikudaginn, 7. desember, var haldinn 33. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í Ölduselsskóla og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Helgi Áss Grétarsson, Þorvaldur Daníelsson og Frank Úlfar Michelsen. Fundinn sátu einnig Þráinn Hafsteinsson og Eiríkur Búi Halldórsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi Ölduselsskóla. MSS22110234
-
Fram fer kynning á starfsemi foreldrafélaga grunnskóla í Breiðholti. MSS22110234
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Breiðholts vill þakka fyrir gestrisni Ölduselsskóla og foreldrafélögunum í Breiðholti fyrir fræðandi kynningar um starfsemi félaganna í skólunum hverfisins og þær áskoranir sem eru framundan. Vart verður metið til fjár hversu mikilvægt samfélagslegt framlag er af starfsemi foreldrafélaga en sem dæmi sýna rannsóknir að þátttaka og sýnileiki foreldra skiptir miklu máli þegar kemur að forvörnum barna í skóla- og tómstundastarfi. Samvinna og samkennd virðist einkenna starfsemi foreldrafélaganna í hverfinu og því einstaklega virðinga- og þakkarvert það samfélagslega framlag foreldrasamfélagsins í Breiðholti. Vill ráðið hvetja foreldrafélögin áfram til dáða í þeirri áskorun sem framundan er eftir veirufaraldurinn, að auka þátttöku, takast á við hegðunarvanda og finna leiðir til að virkja fjölbreyttari félagsauð foreldra og barna í starfinu sem framundan er.
Guðmundur Magnús Daðason, Erla Björk Árskóg, Guðbjörg Arnórsdóttir og Valdís Vera Einarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. nóvember 2022 með útskrift úr gerðabók umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. júní 2022 varðandi Arnarnesveg. MSS22010056
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Breiðholtsskóla styrk að upphæð kr. 150.000,- vegna verkefnisins Jólaföndur.
Samþykkt að veita ÍR styrk að upphæð kr. 730.000,- vegna verkefnisins Þorrablót ÍR (í tæknibúnað).
Samþykkt að veita Hollvinum Árskóga styrk að upphæð kr. 400.000,- vegna verkefnisins Líkamsræktarhorn Árskóga.
Samþykkt að veita Steinunni Þórarinsdóttur styrk að upphæð kr. 50.000,- vegna verkefnisins Áfram krakkar.Öðrum umsóknum hafnað.
- kl. 18:00 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Borgin okkar 2022 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040042
Umsóknum hafnað.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 18:42
Sara Björg Sigurðardóttir
Þorvaldur Daníelsson Frank Úlfar Michelsen
Helgi Áss Grétarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 7. desember 2022