Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 32

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2022, miðvikudaginn, 2. nóvember, var haldinn 32. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í Suðurmiðstöð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.40. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Arent Orri Jónsson, Þorvaldur Daníelsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Ágústa Ýr Þorbergsson. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Breiðholts tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. : Arent Orri Jónsson. Fundinn sátu einnig Þráinn Hafsteinsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Breiðholts dags. 2. nóvember 2022, sbr. bréf starfshóps um greiningu á tækifærum til haftengdrar upplifunar og útivistar fyrir almenning í Reykjavík dags. 12. október 2022 um haftengda upplifun og útivist. USK22090017

    Samþykkt.

    -    16:46 tekur Frank Úlfar Michelsen sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  3. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Ölduselsskóla styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna verkefnisins Jólaföndur Ölduselsskóla. 

    Öðrum umsóknum hafnað eða frestað. 

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Borgin okkar 2022 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040042

    Samþykkt að veita Meistaraflokki kvenna handbolta styrk að upphæð kr. 175.000 vegna verkefnisins Heimaleikur meistaraflokks kvenna í nýrri höll. 

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Seljaskóla styrk að upphæð kr. 209.340 vegna verkefnisins Félagsleg tengsl og jákvæð samskipti. 

    Samþykkt að veita Foreldrar barna í Breiðholtsskóla styrk að upphæð kr. 100.000 vegna verkefnisins Halloween hátíð. 

    Samþykkt að veita Foreldrafélag Seljaskóla styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Hrekkjavaka á skólasafni Seljaskóla. 

    Samþykkt að veita Dröfn Vilhjálmsdóttur styrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins Bókaskjóður skólasafns Seljaskóla / Viðburðir á skólasafni Seljaskóla

    Öðrum umsóknum hafnað eða afgreiðslu frestað. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18:42

Sara Björg Sigurðardóttir Þorvaldur Daníelsson

Arent Orri Jónsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Ágústa Ýr Þorbergsdóttir Frank Úlfar Michelsen

PDF útgáfa fundargerðar
32. Fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 2. nóvember 2022.pdf