Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 31

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2022, miðvikudaginn, 12. október, var haldinn 31. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í Suðurmiðstöð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.39. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Helgi Áss Grétarsson, Þorvaldur Daníelsson og Frank Úlfar Michelsen og Frank Úlfar Michelsen. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Breiðholts tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. : Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Ágústa Ýr Þorbergsdóttir. Fundinn sátu einnig Óskar Dýrmundur Ólafsson ásamt Guðnýju Báru Jónsdóttur sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi Suðurmiðstöðvar. MSS22100035.

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. september 2022 um breytingu á samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar. MSS22080241.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 12. september 2022 um hugmyndasöfnun í Hverfið mitt 2022-2023. MSS22020075

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland og ábendingar í Breiðholti. MSS22020088
    Íbúaráð Breiðholts leggur fram ábendingar sínar og sendir bréf þess efnis til aðgengis- og samráðsnefndar fatlaðs fólks og forsvarsmanna Römpum upp Ísland. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um Borgin okkar 2022 – hverfin. MSS22040042

  6. Lagt fram bréf starfshóps um greiningu á tækifærum til haftengdrar upplifunar og útivistar fyrir almenning í Reykjavík dags. 12. október 2022 með beiðni um hugmyndir og framtíðarsýn um haftengda upplifun og útivist á strandlengjunni. 
    Frestað.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

    -    17:49 víkur Óskar Dýrmundur Ólafsson af fundi.

  8. Lagðar fram greinargerðir vegna umsókna í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019

    Samþykkt að veita Skáksambandi Íslands að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Mjóddarmótið í skák. 

    Öðrum umsóknum hafnað eða frestað. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18:10

Sara Björg Sigurðardóttir Þorvaldur Daníelsson

Helgi Áss Grétarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Ágústa Ýr Þorbergsdóttir Frank Úlfar Michelsen

PDF útgáfa fundargerðar
31. Fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 12. október 2022.pdf