Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 30

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2022, miðvikudaginn, 7.september, var haldinn 30. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í Suðurmiðstöð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Helgi Áss Grétarsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Frank Úlfar Michelsen. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Jóhannes Guðlaugsson. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. júní 2022 um kosningu þriggja fulltrúa  og þriggja til vara í íbúaráð Breiðholts. Sara Björg Sigurðardóttir var kosinn formaður íbúaráðs Breiðholts. MSS22060056

    -    16.41 tekur Þorvaldur Daníelsson sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í íbúaráð Breiðholts. Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir tekur sæti í íbúaráði Breiðholts fyrir hönd íbúasamtaka og Jóhanna Björk Sveinbjörnsdóttir til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í íbúaráð Breiðholts. Ágústa Ýr Þorbergsdóttir tekur sæti í íbúaráði Breiðholts fyrir hönd foreldrafélaga. MSS22080029

    Fylgigögn

  4. Lagt fram slembival í íbúaráði Breiðholts. Frank Úlfar Michelsen tekur sæti í íbúaráði Breiðholts sem slembivalinn fulltrúi og Vala Dröfn Björnsdóttir til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. febrúar um samþykkt borgarráðs á tillögum stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. MSS21120181

    Fylgigögn

  6. Lögð fram samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkur. MSS220090031

    Fylgigögn

  7. Lagt fram til afgreiðslu fundadagatal íbúaráðs Breiðholts. MSS220090031

    Samþykkt með þeim fyrirvara að októberfundur ráðsins fari fram 12. október. 

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs dags. 16. ágúst 2022 með umsögn vegna undirskriftarlista foreldra hjá íþróttafélaginu Leikni. MSS22050027

    Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Framsóknarflokks, fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þeirri lendingu sem náðst hefur um Íþróttahúsið við Austurberg er fagnað. Komið hefur verið til móts við fjölgun æfingatíma hjá Íþróttafélaginu Leikni eins og kallað var eftir af hálfu íbúa. Samhliða er spennandi nálgun ÍTR um að bjóða upp á opna tíma í fjölbreyttum íþróttum fyrir borgarbúa ásamt því að skipuleggja tíma í ólíkum íþróttagreinum fyrir áhugasama. Það er okkar ósk að þessi ráðstöfun muni hvetja til þátttöku ólíkra hópa í hverfinu.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Það er jákvætt að íþróttafélagið Leiknir hafi fengið aukinn aðgang fyrir starfsemi sína í íþróttahúsinu í Austurbergi núna í haust. Vonandi er þetta skref vísbending um að til lengri tíma litið verði hægt að koma til fulls við þær óskir sem fram komu í áskorun foreldra í Efra-Breiðholti til borgaryfirvalda en samhliða henni var lagður fram undirskriftarlisti íbúa henni til stuðnings.

    Slembivalinn fulltrúi leggur fram svohljóðandi bókun:

    Því er fagnað að lending virðist vera að nást í þessu máli. Málsaðilar eru hvattir til að endurmeta stöðuna að sex mánuðum liðnum. 

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Breiðholts dags. 31. ágúst 2022:

    Lagt er til að skóla- og frístundasviði verði falið að til að kanna hvort ný aðstaða ÍR í Suður Mjódd geti nýst undir frístundaheimili barna búsett í Breiðholti og rekið af Miðbergi. Horft verði til farsæls samstarfs ÍR og Miðbergs við rekstur frístundaheimilis í Austurbergi undanfarin ár.

    Greinargerð fylgir tillögunni. MSS22080251

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs. 

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland og ábendingar í Breiðholti. MSS22020088

    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að leiða vinnu ráðsins við að safna ábendingum í Breiðholti og skila á næsta fundi. 

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið í Breiðholti fagnar beiðni Römpum upp Ísland um að ráðið leiti út í hverfið með ábendingar um hvar brýn þörf sé á að bæta aðgengi hóps með skerta hreyfigetu að þjónustu, verslunum og veitingahúsum í hverfinu. Á sama tíma þakkar ráðið fyrir frumkvæðið að verkefninu og þá sérstaklega Haraldi Þorleifssyni frumkvöðli.

  11. Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 17. ágúst vegna umferðaröryggisaðgerða 2022. USK22080011

    Fylgigögn

  12. Fram fer umræða um Borgin okkar-2022 – hverfin. MSS22040042

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Breiðholts lýsir mikilli ánægju með verkefni Borgarinnar okkar 2022 og vill hvetja til að verkefnið verði fest í sessi til langs tíma. Með því að bjóða upp á viðburði, styrkja einstaklinga og félagahópa til samvinnu og samstöðu eflist hverfisandi, félagsauður, mannlífið og menningin í hverfum borgarinnar. 

    Fylgigögn

  13. Fram fer umræða um Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Fylgigögn

  14. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090031

  15. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019

    Samþykkt að veita Íþróttafélagi Reykjavíkur styrk að upphæð kr. 150.000,- vegna verkefnisins ÍR dagurinn. 

    Afgreiðslu annarra umsókna frestað. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18:30

Sara Björg Sigurðardóttir Þorvaldur Daníelsson

Helgi Áss Grétarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Ágústa Ýr Þorbergsdóttir Frank Úlfar Michelsen

PDF útgáfa fundargerðar
30. Fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 7. september 2022.pdf