Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 3

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2019, fimmtudagurinn. 19. desember 2019, var haldinn 3. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var opinn, haldinn í þjónustumiðstöð Breiðholts og hófst kl. 11.56. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson, Jón Hjaltalín Magnúsdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Ólafur Gylfason og Guðrún Þórdís Axelsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Samþykkt að veita verkefninu Myndlist í ÍR-heimilið styrk að upphæð kr. 350.000,-. Styrkur þessi er í þágu listtjáningar ungs fólks. Er verkið til birtingar á ÍR svæðinu og er ekki bundið ákvæðum höfundarréttar.
    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Seljaskóla styrk að upphæð kr. 300.000,- vegna verkefnisins Verum sýnileg – samkeppni í unglingadeild. 
    Samþykkt að veita verkefninu Aðventugrautur í hverfinu styrk að upphæð kr. 100.000,- 
    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Seljaskóla styrk að upphæð kr. 150.000,- vegna verkefnisins Aukin virkni allra foreldra í foreldrarölti. 
    Samþykkt að veita verkefninu Símalaus Ölduselsskóli styrk að upphæð kr. 450.000,-. Samþykkt að veita Foreldrafélagi Seljaskóla styrk að upphæð kr. 843.000,- vegna endurskinsmerkjaátaks í Breiðholti.

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í forvarnarsjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
    Samþykkt að mæla með að veita ÍR styrk að upphæð kr. 496.000,- vegna verkefnisins Hreyfing eldri borgara, vegna efniskostnaðar og aðstöðu. 
    Samþykkt að mæla með að veita Bindindissamtökunum IOGT styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Gömlu dansa kvölds.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:58

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_1912.pdf