Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 29

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2022, mánudagur, 2. apríl, var haldinn 29. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í þjónustumiðstöð Breiðholts og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Alda Líf Guðmundardóttir. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. Jórunn Pála Jónasdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram til afgreiðslu tillögur íbúaráðs Breiðholts dags. 2. maí 2022 vegna fjárfestinga- og viðhaldsáætlunar Reykjavíkurborgar ásamt fram bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. apríl 2022 – ábendingar íbúaráða vegna aðkomu að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar og fylgiskjölum. 

    Samþykkt.

    Formanni í samráði við ráðið falið að skila jafnréttisskimun fyrir hinar samþykktu tillögur fyrir tilskilin frest. 

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Breiðholts leggur til að farið verði í langtíma áætlunargerð með það markmið að kortleggja ástand stíga innan hverfisins, samskonar og unnin er varðandi endurnýjun gatna. Stígarnir eru margir hverjir yfir 30 ára gamlir og því komnir til ára sinna. Endurgera ber stíga á markvissan og sýnilegan hátt fyrir borgarbúa. Víða eru fjölfarnir stígar innan lóðarmarka fjöleignarhúsa og einkalóða en eigendur þeirra kalla eftir leiðbeiningum um hvernig best sé að bera sig að við endurbætur á þeim og óskar íbúaráðið eftir leiðbeiningum af hendi skipulagsyfirvalda. Nýta ber stafræna Reykjavík svo íbúar hafi kost á að kynna sér upplýsingar og koma ábendingum á framfæri á eins skilvirkan hátt og kostur er.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  3. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Margrét A. Markúsdóttir/Pop up Yoga Reykjavík

  4. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Umbral, Association for Intercultural Youth styrk að upphæð kr. 465.500 vegna verkefnisins Community Gardening. 

    Öðrum umsóknum hafnað. 

    -    Jórunn Pála Jónasdóttir víkur af fundi við afgreiðslu umsóknar Götubita ehf.

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Borgin okkar 2022 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Hólmfríði Birnu Guðmundsdóttur styrk að upphæð kr. 500.000 vegna verkefnisins 17. júní 2022. 

    Samþykkt að veita Foreldrafélaginu Fuglabjargi við Hólaborg styrk að upphæð kr. 500.000 vegna verkefnisins 17. júní 2022.

    Samþykkt að veita Sigríði Agnesi Jónsdóttur styrk að upphæð kr. 500.000 vegna verkefnisins 17. júní hverfishátíð í 111.

    Samþykkt að veita Íþróttafélaginu Leikni styrk að upphæð kr. 500.000 vegna verkefnisins 17. júní á Leiknisvelli.

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Ölduselsskóla styrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins Sumarhátíð Ölduselsskóla - Sirkus.

    Samþykkt að veita Bakkaseli 20-36 styrk að upphæð kr. 50.000 vegna verkefnisins Sumartiltekt og grill.

    Samþykkt að veita Margréti Aðalheiði Markúsdóttur styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Píp-Up Yoga Reykjavík í Breiðholt.

    Samþykkt að veita Havarí styrk að upphæð kr. 500.000 vegna verkefnisins Hvernig ertu?

    Öðrum umsóknum hafnað. 

    -    Ágústa Ýr Þorbergsdóttir víkur af fundi undir afgreiðslu umsóknar Foreldrafélags Ölduselsskóla.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:44

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
29._fundargerd_ibuarads_breidholts_fra_2._mai_2022.pdf