Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 28

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2022, mánudagur, 4. apríl, var haldinn 28. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í þjónustumiðstöð Breiðholts og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Alda Líf Guðmundardóttir. . Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Þórunn Hilda Jónasdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á starfsemi ungmennaráðs Breiðholts. 
  Frestað.

 2. Fram fer kynning á aðgerðaráætlun vegna lýðheilsu í Breiðholti. 

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um frístundastarf í Breiðholti. MSS22040036

  Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Breiðholts þakkar góða umræðu um frístundarmál í Breiðholti enda mikilvægt og fjölbreytt starf sem þar er innt er af hendi. Fjölgun barna í hverfinu er ánægjuleg og telur ráðið að mikilvægt sé að leita leiða til að létta á frístundaheimilum þar sem aðstaðan er sprungin. Ráðið telur mikilvægt að skóla- og frístundarsvið og íþrótta- og tómstundasvið bregðist hratt við og skoðaðir verði möguleikar á því að setja upp frístundaheimili strax í haust, sem borgin rekur og stefna borgarinnar segir til um, í húsnæði ÍR í Suður Mjódd. Í mörg ár hafa ÍR og Miðberg átt farsælt samstarf um frístundastarf og frístundarrútu í Austurbergi fyrir ÍR unga, börn í hverfinu frá 1. - 4. bekk. Íbúaráðið telur mikilvægt að horft verði til áframhaldandi samstarfs meðal annars til að samþætta vinnudag barna í Breiðholti og nýta þá innviði sem fyrir hendi eru í anda Græna plansins. Kallar íbúaráðið eftir þarfagreiningu og kostnaðarmati sem fyrst þar sem komið verði inn á hvort núverandi aðstaða í ÍR nýtist, hvort það þurfi að leggjast í framkvæmdir og hvað breytingarnar myndu kosta til að húsnæði ÍR gæti verið nýtt til að létta undir þann fjölda barna sem sækir frístundastarf  í Breiðholti.

  Fulltrúi foreldrafélaga leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi foreldrafélaga í Íbúaráði Breiðholts þakkar góða kynningu á frístundastarfi í Breiðholti. Mikilvægt er að frístundastarf sé bæði faglegt og fjölbreytt og er það ánægjulegt að áform eru um að bæta aðstöðu fyrir frístundastarf í Breiðholti. Í ljósi þess að mikil uppbygging hefur átt sér stað og mun eiga sér stað á ÍR svæðinu fögnum við samþættingu á þjónustu og frístundastarfi í hverfinu en minnum jafnframt á að ekki má gleyma þörfum barna sem stunda aðrar tómstundir eins og sund og tónlist svo dæmi séu tekin. Einnig áréttum við mikilvægi Hólmasels bæði fyrir frístund 3-4 bekkjar sem og sem félagsmiðstöðvar fyrir eldri nemendur. 

  Helgi Eiríksson frá frístundamiðstöðinni Miðbergi og Eyjólfur Örn Snjólfsson frá ÍR taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

 4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

 5. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr. Þessi liður fundarins er lokaður. 

  A) MFL kvenna ÍR í handbolta og Foreldrafélag Breiðholtsskóla/ 17. júní 2020.
  B) Foreldrafélag Breiðholtsskóla/Velkominn í skólann.
  C) Skátafélag Reykjavíkur/Pop up leikvöllur í Breiðholti. 
  D) Sigríður Jónasdóttir/Gleði og gaman fyrir leik.
  E) Margrét Markúsdóttir/Pop-Up Yoga Reykjavík. 
  F) Anna Sif Jónsdóttir/ Stekkjastuð.

 6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

  Samþykkt að veita Foreldrafélagi Ölduselsskóla styrk að upphæð kr. 250.000 vegna verkefnisins Jólaþorp Ölduselsskóla/Öskudagsskemmtun.  
  Samþykkt að veita Foreldrafélagi Breiðholtsskóla kr. 150.000 vegna Vorhátíðar 2022 sem verður haldin þann 25. maí.

  Afgreiðslu annarra umsókna frestað. 

  -    Ágústa Ýr Þorbergsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu umsóknar Foreldrafélags Ölduselsskóla.
  -    Þórunn Hilda Jónasdóttir víkur af fundi við afgreiðslu umsóknar Foreldrafélag Breiðholtsskóla. 

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:25

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
28._fundargerd_ibuarads_breidholts_fra_4._april_2022.pdf