No translated content text
Íbúaráð Breiðholts
Ár 2022, mánudagur, 7. mars, var haldinn 27. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í þjónustumiðstöð Breiðholts og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Alda Líf Guðmundardóttir. Fundinn sátu einnig Eiríkur Búi Halldórsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Breiðholts dags. 7. mars 2022 um tillögu að deiliskipulagi Arnarnesvegar 3. áfanga ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. janúar 2022 vegna tillögu að deiliskipulagi Arnarnesvegar 3. áfanga – ósk um umsögn.
Samþykkt.Fulltrúi Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, foreldrasamtaka og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:
Arnarnesvegur er hluti af Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og samvinnuverkefni Reykjavíkur, Kópavogs og Vegagerðar. Framlenging Arnarnesvegar ásamt gatnamótum við Breiðholtsbraut er hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir þrennum undirgöngum, tveimur göngubrúm auk heimildar fyrir tvenn vistlok yfir Arnarnesveg. Stærð gatnamótanna er haldið í lágmarki til að ganga sem minnst á svæði Elliðaárdals og tryggja að fyrirhugaður vetrargarður í Seljahverfi fái notið sín. Þétt net stíga fyrir gangandi og hjólandi liggur meðfram veginum á gatnamótum. Ráðið leggur áherslu á að bætt verði við samfelldum stofnstíg vestan við Arnarnesveg sem yrði hluti af Hverfisskipulagi Breiðholts, til að bæta samgöngur fyrir gangandi og hjólandi á svæðinu enn frekar og tengja Seljahverfið við stofnstígakerfi hjólanetsins. Ráðið krefst þess að fjármagn verði tryggt fyrir vistlokum þannig að hægt verði að koma þeim fyrir samhliða framkvæmdinni sjálfri. Íbúaráðið telur að upplýsingar um aukna umferð Breiðholtsbrautar og áhrif af henni í kjölfar tengingar við Arnarnesveg vanti.
Fulltrúi íbúasamtaka leggur fram svohljóðandi bókun:
Arnarnesvegur er hluti af Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og samvinnuverkefni Reykjavíkur, Kópavogs og Vegagerðar. Framlenging Arnarnesvegar ásamt gatnamótum við Breiðholtsbraut er þannig hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Telur fulltrúi Íbúasamtakana Betra Breiðholt, þau engan veginn i takt við þarfir íbúa. Fulltrúinn leggur því til að áform um veginn verði endurskoðuð þannig að þau taki frekar mið af þörfum Breiðhyltinga með tengingum við hjólreiðavegi og falleg útivistarsvæði. En skoðað verði hvort í raun sé þörf fyrir almenna umferð á svæðinu, hvort nægja myndi að veita umferð Borgarlínu og forgangs akstri um svæðið en ekki almenna umferð og því ekki þörf fyrir framkvæmd af þessari stærðargráðu.
Ómar Ingþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á tillögum um aðgerðir til að bæta íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku.
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið þakkar góða kynningu á aðgerðum borgarinnar til að bæta íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku. Um er að ræða mikilvægan málaflokk og brýnt að taka fast utan um þennan viðkvæma hóp barna í borginni sem stunda nám í leik- og grunnskólum borgarinnar og í frístundastarfi. Íbúaráðið bindur miklar vonir við að þessi vinna og markvissu aðgerðir með forgangsröðun fjármagns stuðli að þéttara utanumhaldi, umgjörð og betri þjónustu við börn með annað móðurmál en íslensku.
Dröfn Rafnsdóttir og Dagbjört Ásbjörnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. janúar 2022 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Breiðholts um drög að þjónustustefnu Reykjavíkurborgar ásamt bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 16. febrúar 2022 vegna endurskoðunar á þjónustustefnu Reykjavíkurborgar.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer kynning á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður.
Frestað. -
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð.
FrestaðFylgigögn
Fundi slitið klukkan 18:49
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
27._fundargerd_ibuarads_breidholts_fra_7._mars_2022.pdf