Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 26

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2022, mánudagur, 7. febrúar, var haldinn 26. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson, Jórunn Pála Jónasdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Alda Líf Guðmundardóttir. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði, Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verkhönnun verkefna í Hverfið mitt – Breiðholt. 

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Breiðholts fagnar góðri þátttöku Breiðhyltinga í kosningu Hverfis míns 2021 og er það sérstakt ánægjuefni að um metþátttöku hafi verið að ræða. Það verður skemmtilegt að fylgjast með þeim verkefnum sem kosin voru til framkvæmda og munu þau vafalaust efla Breiðholt til muna. Til hamingju Breiðhyltingar!

    Bragi Bergsson og Eiríkur Búi Halldórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. janúar 2022 vegna tillögu að deiliskipulagi Arnarnesvegar 3. áfanga – ósk um umsögn. 
    Frestað.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. janúar 2022 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. 
    Frestað.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  5. Fundadagatal íbúaráðs Breiðholts. 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  7. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr Hverfissjóði. Þessi liður fundarins er lokaður. 

Fundi slitið klukkan 17:32

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
26._fundargerd_ibuarads_breidholts_fra_7._februar_2022.pdf