Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 25

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2022, mánudagur, 3. janúar, var haldinn 25. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.31. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson, Jórunn Pála Jónasdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Alda Líf Guðmundsdóttir. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði, Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á stöðumati vegna tilraunaverkefnisins Betri borg fyrir börn í Breiðholti. 

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið þakkar fyrir góða kynningu og stöðumat á mjög svo góðu verkefni – Betri borg fyrir börn. Það er ánægjulegt að tilraunaverkefnið sem hófst fyrir börn í Breiðholti á að innleiða í öll hverfi borgarinnar enda mjög mikilvægt skref í áttina að bæta þjónustu og samþætta ólíka þjónustuþætti með hagsmuni barna að leiðarljósi. Samhliða Eddu, sem er nýja úthlutunarlíkan grunnskólanna, mun skapast svigrúm til að aðlaga skólastarfið að nærumhverfi hvers borgarhluta og skóla út frá staðbundnum þörfum skólanna í borginni og öðrum lýðfræðilegum breytum.

    Óskar Dýrmundur Ólafsson og Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  2. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 7. desember 2021 með umsagnarbeiðni um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030. 

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tekið er undir mikilvægi þess að vel sé tekið á atvinnu- og nýsköpunarmálum í borginni og bendum á hlutverk hverfa hverju sinni. Breiðholt er sérstaklega mikilvægt hverfi í þessum efnum, samhliða uppbyggingu hverfiskjarna eru fjölmörg tækifæri fyrir íbúa til að taka þátt í blómstrandi atvinnulífi. Jafnframt vill ráðið benda á tækifærin sem fólgin eru í skólum borgarinnar tengja nýsköpunarhugsunina með átaksverkefnum og samvinnu í anda nýju menntastefnunnar. Þannig að fanga megi skapandi hugsun snemma strax í upphafi skólagöngu.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. desember 2021 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjódd. 

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lögð er áhersla á að Veitur tryggi snyrtilegan frágang á umhverfi við stækkaða miðlunartjörn auk þess sem öryggi íbúa verði tryggt samfara áðurnefndri stækkun. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  5. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr Hverfissjóði. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra/Íþrótta- og leikjadagur.
    b) Foreldrafélag Breiðholtsskóla/ 17. júní á Bakkatúni 2020.
    c) Foreldrafélag Breiðholtsskóla/Velkominn í skólann. 
    d) Foreldrafélag Breiðholtsskóla/Rafrænt matreiðslunámskeið.
    e) Foreldrafélag Breiðholtsskóla/Öskudagur og Halloween.
    f) Foreldrafélag Breiðholtsskóla/ Jólaþorp Ölduselsskóla – Öskudagsuppbrot.
    g) Íþróttafélagið Leiknir/17. júní í 111 2020.
    h) Íþróttafélagið Leiknir/17. júní í 111 2021.
    i) Íþróttafélagið Leiknir/Ferðalög yngri flokka.

Fundi slitið klukkan 18:00

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_0301.pdf