Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 23

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2021, mánudagur, 1. nóvember, var haldinn 23. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í þjónustumiðstöð Breiðholts og hófst kl. 16.31. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Alda Líf Guðmundardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Örn Þórðarson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða og samtal við ungmennaráð Breiðholts. 
    Frestað.  

  2. Fram kynning á uppbyggingu íþróttamannvirkja á félagssvæði ÍR. 

    Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  4. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóði. Þessi liður fundarins var lokaður.

    Samþykkt að veita Götubita ehf. styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Götu biti á Jólum!

    Samþykkt að veita Foreldrafélag Breiðholtsskóla styrk að upphæð kr.120.000,- vegna verkefnisins Jólaföndur 2021.

    Samþykkt að veita Memm Play styrk að upphæð kr. 212.000,- vegna verkefnisins Fjölskyldustundir Memm Play.

    -    17.34 Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir víkur af fundinum.

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Forvarnarsjóð Reykjavíkurborgar. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að mæla með að veita Höllu Karenu Kristjánsdóttur styrk að upphæð kr.280.000,- vegna verkefnisins Inni- og útifjör

    Samþykkt að veita Hjólakraftur slf styrk að upphæð kr.193.000,- vegna verkefnisins Heimanámsaðstoð á íslensku í Völvufelli fyrir hressingu til nemenda.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:47

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_0111.pdf