Íbúaráð Breiðholts
Ár 2021, mánudagur, 4. október, var haldinn 22. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í þjónustumiðstöð Breiðholts og hófst kl. 16.31. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson, Jórunn Pála Jónasdóttir, Jóhann Dýrunn Jónsdóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Alda Líf Guðmundardóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á grunnskólalíkaninu Eddu – meðhöndlun á fjárheimildum grunnskóla.
Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Breiðholts þakkar Helga Grímssyni sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs fyrir kynninguna á nýju úthlunarlíkani grunnskólanna, sem heitir Edda. Það er mikið framfaraskref að fjárhagslíkan skólanna í borginni taki tillit til félagsfræðilegra og lýðfræðilegra þátta í útdeilingu fjármagns. Þannig að fjármagnið fylgi þörfum einstaka skóla og barna, eykur faglegt frelsi starfsmanna og ábyrgð skólastjórnenda og sömuleiðis jöfnuð innan skólasamfélagsins. Þessi atriði eru afskaplega mikilvæg fyrir það fjölbreytta hverfi sem Breiðholtið er og væntum við þess að líkanið verði stórt skref fram á við þegar kemur að þessum atriðum.
Helgi Grímsson frá skóla- og frístundasviði tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 2. september 2021 vegna kosninga í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt sem standa nú yfir og lýkur 14. október.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram greinargerðir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður.
a) Glappakast sirkussýning/Sirkus Ananas
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóði. Þessi liður fundarins var lokaður.
Samþykkt að veita Meistaraflokksráði kvenna í handbolta hjá ÍR styrk að upphæð kr. 160.000-, vegna verkefnisins Uppgjör vegna kvöldhátíðar á 17. júní á Bakkatúni.Fundi slitið kl. 18:10
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 18:10
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_0410.pdf